Félagsbréf - 01.08.1959, Page 29

Félagsbréf - 01.08.1959, Page 29
félagsbréf 27 „Verið iþið sæl,“ en þau taka ekki kveðju minni. Ég staðnæmist spöl- korn frá þeim og kveiki í pípunni. Kvöldblærinn ber óminn af kennslunni að eyrum mér: „I Iove you!“ 4. Að huga mínum sækir minnimáttarkenndin, en að hjartanu afbrýðisemin, tærandi, kveljandi og óbærileg. Stefið ómar nú aftur. Ég nem staðar, og innan úr skóginum, ofan úr hrauninu og neðan frá vatninu hríslast tón- arnir að vitund minni. Tónmyndir, hugsýnir svífa í kringum mig i hálf- rokknu sumarkvöldinu. Ofan úr hrauninu svífa silfurgráar og eirgylltar hraundísir og stíga unaðslegan töfradans. Innan úr skóginum koma fagurgrænar og fjólubláar skógardísir, dansandi hinn fegursta og þýðasta dans. Þær svífa inn í skóg- inn, upp yfir honum, fram og aftur. Neðan frá vatninu koma ljósbláar, hvítar og ljósrauðar vatnadísir. Þær stíga upp úr sefgrasinu og svífa út yfir vatnsósana. Þær svífa í ótal hlykkjum og hringjum, stundum hátt, en svo lækka þær sig, allt niður að yfirborði vatnsins. Loftið er hrannað af þessum tónmyndum, unaðslegum og margbreyti- legum. Litföróttar tónbylgjur í hinum fegurstu formum smádísa. Ég er kominn í hvarf frá brekkunni. Ómurinn af kennslunni er löngu liðinn. Ef til vill er kennslunni lokið. Ekki þörf fyrir orðin lengur. Ekkert minnir lengur á hið iðandi líf. Landið, umhverfið, allt er eins °g steypt í eina órjúfanlega heild, sem dvelst í aldeiðu lágnæturinnar. Ég kem auga á bátinn minn. Hann er líkastur dökkri þúst. Ég leggst Warflatur í kjarrið. Og nú hljómar stefið, í ótal tónbrotum, eins og áfengt þrúguvín smjúga tónarnir um mig, stöðugt ásælnari, eins og ófreskju- hugsýnir allt í kringum mig. Sem beljandi vatnsflaumur og svo sem nijúkt, nærandi vorregn, er drýpur á nakinn líkama vaknandi ástar. Skyndi- lega hljóðnar allt. Rökkrið og óvissan taka mig í faðm sinn, þrýsta mér að sér. Ég brýzt um snöggt, vil losa mig, rís á fætur og hlusta. En ég heyri ekki svo mikið sem flugu suða. Ég stari út í rökkrið, sem mér finnst bæði ®júkt og þykkt, eins og það væri áþreifanlegt. En langt, langt inni í hug- 'itund minni bærist eitthvað; dvelur mynd, sem bærir á sér, óljós, en hún Slná skýrist og tekur á sig form fegurðar og yndis. Myndin skýrist æ

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.