Félagsbréf - 01.08.1959, Side 30
28
FKLAGSBRÉF
betur, nálgast og verður lífræn, holdgast. Með útrétta hönd geng ég skref
fram, á móti Brynhildi, sem í töfrandi hugarsýn er klædd ljósum sumar-
kjól, föl og með tárvotan vanga.
Svo held ég af stað niður að vatninu. Þegar ég kem að víkinni, þar seni
báturinn minn liggur, koma andahjón syndandi fram úr sefgrasinu með
ungana sína hálfvaxna. Líklega er þessi vík ekki heimkynni þeirra, því
allur hópurinn hefur sig til flugs með kvaki, og flýgur yfir nesið og
hverfur.
Ég vil ekki rjúfa kyrrðina, og set því mótorinn ekki í gang, heldur ræ
hægt og letilega út á vatnið.
Ég veit ekki, hve lengi ég hefi róið, en mér finnst það æði langt, svo
ég legg inn árarnar og halla mér fram á öldustokkinn.
Sumartungl á skafheiðum himni, aðeins svipur hjá haust- og vetrarmána.
Gjálfrið í litlu bárunum er svo svæfandi og angurvært, og fram í huga
minn kemur minning um atburð, sem kom fyrir mig einmitt úti á vatninu.
5.
VlÐ VORUM tvö á hátnum mínum, og á vatninu var kaldi. Unnusta mín
vildi sigla, og við höfðum full segl uppi, en ég var ókunnugur hátnum;
hafði nýlega eignazt hann.
Miðja vegu milli Tvíhólma og lands kom snörp vindhviða, sem kastaði
bátnum á hliðina, og við féllum bæði í vatnið. Báturinn rétti sig, en hálf
fylltist. Unnustu minni skaut u])j) rétt við hlið mér, og ég greip til hennar,
en hún var orðin stíf og köld. Geigvænleg hugsun gagntók mig. Máttvana
líkami stúlkunnar tók þungt í.
Og nú fann ég, að stúlkan dró mig niður. Ég lá þannig í vatninu, að
öxlin og höfuðið voru u])p úr, en vangi minn nam við vatnsskorpuna.
Andartak starði ég á h'fvana líkamann, en um leið og ég náði taki a
öldustokki bátsins, missti ég tökin á stúlkunni, og horfði á eftir henni
hverfa í djúpið.
6.
Skyndilega leggst þoka yfir vatnið, ljósgrá, úrþvöl og svöl. Báturinn
vaggar mjúklega, og ég hrekk upp af þessum döpru minningum við fugla'
kvak og vængjatak. Éramundan er ljósgrátt þokuhafið, og ég er villtur;
veit ekki í hvora áttina ég á að halda.