Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 32

Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 32
30 FÉLAGSBRÉF „Þú spurðir mig um kennsluna,“ sagði hún loks. „Já,“ svaraði ég fremur dræmt. „Það varð ekki mikið úr kennslu.“ „Því trúi ég.“ „Af hverju ertu svona undarlegur? Þögull, guð minn góður, þú ert eins og lokuð bók.“ „Af því mig dreymdi,“ lýg ég aftur. „Segðu mér þá drauminn,“ segir hún blítt, leggur höndina á öxl mér, og felur andlitið við barm minn. Anganin af mjúku og gljáandi hárinu kitlar mig, og ég snerti varlega og hikandi lokka hennar. Þegar Brynhildur reisir höfuð sitt frá barmi mínum, eru hvarmar hennar þvalir og varirnar titra. Hún reynir sýnilega að hafa hemil á geðshrær- ingu sinni. „Ég er í voða stödd. Ef ég lendi í þessu aftur, er ég glötuð. Hvernig gaztu farið frá okkur og skilið mig eina eftir með honum,“ „Þú gafst svo augljóst tilefni. Mér var vissulega ofaukið.“ „Skilja mig eftir eina með hermanni, en sú riddaramennska! Þú heldur þig hafa sýnt göfuglyndi?“ „Nei, það var minnimáttarkenndin.“ „Ekki annað?“ „í tilfinningamálum er minnimáttarkenndin óbærileg.“ „Þú misskilur kunningsskap okkar Dicks.“ „Nei, hermenn eru alls staðar eins.“ „Þú ættir heldur að segja, að karlmenn væru alls staðar eins, kald- lyndir og grimmir.“ Um leið og hún segir þetta, hörfar hún fótmál aftur á hak, og starir á mig. Augu hennar loga af geðshræringu. „Við skulum halda til bæjar,“ segi ég, og rétti fram hönd mína. „Einmitt, svo það viltu! En svo auðvelt er málið ekki. Ég fer ekki með þér til bæjar í nótt, en ætla heldur að segja þér álit mitt á tveimur mönn- um, sem ég þekki: Þér og Dick! Þið eruð báðir dýr! Dick er eins og hungraður úlfur, en þú ert eins og mettur kjölturakki! Það ertu, skræfa! Að þessu mæltu, gefur hún mér duglegan löðrung. Ég verð meira undr- andi heldur en reiður, en svo verð ég hryggur og reiður í senn. Nokkur stund líður; það er svo hljótt og kyrrt, að ég heyri öran andardrátt hennar- Áhrifin frá löðrungnum eru horfin, en nú finnst mér eins og eitthvað kvikt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.