Félagsbréf - 01.08.1959, Side 35
F É L A G S B R É F
33
næmu sárindi fyrir minning hans,
eins og ástvinir gera. Þegar stríði
hans var lokið og dauðinn fór að,
í framandi landi, var það ein hans
síðasta ráðstöfun að fela þjóð sinni
einnig það, sem hann átti af jarð-
neskum auði. Hann hafði ekki safn-
að fjársjóðum á jörðu, en þó gaf
hann landi sínu jarðeignir á Islandi,
sem hann átti enn af föðurarfi sín-
um, og það lausafé, sem fyrir hendi
var. Þessi „gjöf Jóns SigurSssonar“,
eins og sjóðurinn heitir enn að lög-
um, var sá hluti fjárlaga okkar þá,
að hann mætti eftir sama mælikvarða
vera nú í ár nær þrjár milljónir
króna.
En þessi gjöf Jóns Sigurðssonar,
jarðnesk aleiga hans, hefur fyrir tím-
anna rás og aðgerðir okkar sjálfra
orðið svo vesöl og rýr, að ár eftir
ár er birt í sjálfum alþingistíðind-
um skýrsla, undirrituð af rektor há-
skólans, að enginn íslendingur hef-
ur um hríð viljað lúta svo lágt að
'þiggja heiðursverðlaun Jóns Sigurðs-
sonar fyrir ritgerð um sögulegt eða
gagnlegt íslenzkt efni. Og hví ætti svo
að vera? Fermingartelpa sem fer í
fiskhús um eina helgi, hún ber marg-
falt úr býtum, þó svo hún viti ekki
staf um forsetann.
Jón Sigurðsson var, eins og Jobs-
f>ók segir, maður réttlátur fyrir guði
°g fyrir samvizku sinni. Alla sína
lífsbaráttu reisti hann á bjargi rétt-
lætis og sannleika, og því trausti til
mannanna, að hver sá sem veit hið
rétta, hann muni og gera það sem
rétt er. Hann skreytti aldrei verk sín
né ætlanir með faguryrðum. Hann
beitti rökum, sönnum og sterkum og
órækum. Hann skrifaði til nauðsynj-
ar og nytsemdar, aldrei til skrauts.
Það er raunar einsdæmi, að mað-
ur yrði slíkur ástmögur þessarar
skáldþjóðar, og hafa ekki til að bera
einnig hina fegurri hlið málsnilldar:
skáldgáfuna. En Jón Sigurðsson hef-
ur enga vísu ort, svo að neinn viti,
ekki kviðling, ekki vísuhending.
Snorri, hinn voldugi stjórnmálamað-
ur og forseti þessa lands á sinni tíð,
hann gerði skáldum handbók, ó-
gleymanlegu heilli. Hann kvað Hátta-
lykil, og segir í 100. vísunni um
sjálfan sig: „hróðurs örverður, skal
ei maður heitinn vera, ef svo fær alla
háttu ort!“ Svipuð orð eftir Jón
Sigurðsson eru hvergi til.
Snorri var mesti listamaður Norð-
urlanda um alla tíð, og hinn mesti
heimslífsmeistari um leið, sem við
höfum átt. Og stjórnmál landsins
urðu honum líka munaður og nautn-
arauki. Hann braut skip sitt af því
að hann átti miður geð saman við
hinn sigrandi mann í Noregi, hinn
járnharða, gagnvitra stjórnmála-
mann, konunginn. Snorri kaus eftir
skaplyndi sínu liinn göfuga eðal-
mann, Skúla hertoga, listrænan tví-