Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 38
36
FÉLAGSBRÉF
helzt fyrst í stað. Því að alþing fór
að sletta sér fram í málefni þjóðar-
innar, og fyrir jólin útdeildi Skiili
Guðmundsson í neðri deild stórkost-
legum fríðindum til launamanna. en
það eru einkum hans sérstöku dá-
lætisbörn, Reykvíkingar.*).
Hin kaldmjólka desemberbelja át
með húð og hári hinar feitu vorbær-
ur alþýðunnar, og sleikti allt um
kring. En þetta verkfall varð að vísu
um leið ein brúðarnótt, heldur harka-
leg. Þar af varð mikill burður, sem
talaði þegar í móðurlífi og ætlað var
mikið langlífi. En svo sem löggjaf-
arvald alþingis hafði gleymzt hið
fyrra sinn, svo gleymdist nú annað
lítilræði, að fleiri en grautkokkarnir
tíu höfðu liinn „heilaga rétt“: að
kyrkja þjóðlífið, ef þrælatakið næð-
ist. Þennan rétt höfðu líka, er að var
gáð, hinir borðalögðu menn, hálauna-
menn flotans, yfirhetjur hafsins. Og
nú var gert verkfall, ekki neitt dóna-
verkfall í duggarapeysum, með
moldarskóflur, heldur ekta fínt
„íhalds“-verkfall í kjól og hvítu,
með heiðursmerkjum, eina sallafína
verkfallið sem við höfum haft í
okkar fátækt. Þar var engin brúðar-
flatsæng tilreidd, heldur voru fram-
*) Skúli var framsögumaður fjárhags-
nefndar Nd. um launafrumvarpið 1955 og
hafði varla undan að standa upp við 2.
umr., til þess að mæla með launahækkun
til afætumanna í Reykjavík, mín og ann-
arra. — Höf.
réttar borðalagðar hendur með hvít-
um hönzkum og lítilli deyfinál; nál-
aroddinum var miðað á líftaug þjóð-
lífsins. Takið var fast og stillt og
skeikaði ekki: líftaugin lamaðist og
landstjórnin dó í ótíma.
Og enn lærði enginn neitt, hvorki
lifandi né dauðir.
Og rétt núna höfum við horft fram
á þá þjóðarskelfingu, að heil menn-
ingarstétt, prentarar, færi norður á
síld og niður í slorið, hver og einn,
með þá hótun við þjóð sína, að eng-
in glæpasaga og engir klámdálkar
skuli prentað verða sumarlangt. Svo
er fyrir að þakka a® þessum menn-
ingarvoða varð afstýrt.
En skríður þá ekki Jón skráveifa
öldungis óvænt út um kamaraugað
austur á Selfossi, með nokkra danska
strokkbullupilta sér til fulltingis.
Hann hótar okkur því, þurrabúðar-
mönnum, að blanda alla mjólkina
sauri, nema Grundar-Helga og aðrar
burðugar húsfreyjur gangi til sæng-
ur með þeim dönsku kumpánum.
Skráveifa kvað vera skriðin aftur
inn um skarnrennuna, en hótar þó
illu, í nafni „heilags réttar“, sem
slíkur lýður vitnar til eilíflega.
Hinir göfugu Þórsnesingar, fyrstu
löggjafar á Islandi og fyrstu lög-
stjórnarmenn, þeir áttu sér heilagan
vettvang, sem hvergi skyldi saurga.
En vondir menn þustu inn í þann