Félagsbréf - 01.08.1959, Page 39

Félagsbréf - 01.08.1959, Page 39
F fi L A G S B R É F 37 forna helgidóm í heiftarhug og saurg- uðu staðinn drit sínum. Það voru skráveifur þeirra tíma. Sá vettvang- ur varð aldrei síðan heilagur. Þannig er nú marglega vanhelgað- ur orðinn af sauri sá vettvangur al- þýðunnar, sem hún kallaði sér heilag- an — af því að hún kunni ekki sjálf til að gæta. En til er í þessu landi einnig önn- ur „alþýða“, sú alþýða sem er ein þjóð og frjáls þjóð. Það er sú alþýða sem á þetta land, lög þess og frelsi. Hún unir ekki lengur réttarfari Jóns skráveifu og hryðjuverkum. Islenzk þjóð hefur aldrei svarið því illmenni land né þegna. Til livers áttum vér þá Jón Sigurðsson — fulltrúa réttlætis og mannvits, fulltrúa hófsemi og trú- mennsku? Eigum við að aflýsa þess- um degi, minningardegi hans? Það munum vér ekki gera. En í Gamlasáttmála stendur þessi hræðilega áköllun íslenzkrar alþýðu: aS konungur láti oss ná jriði — aS konungur láti oss ná friSi og íslenzkum lögum. Islendingar hafa hvergi skráð á bókfell svo þunga harmstunu heillar þjóðar — dauðaþreyttrar þjóðar, sem hryðjuverkamenn hennar sjálfrar voru búnir að hrjá til örvæntingar. Þetta eru sjálf niðurlagsorð Sturl- unga-aldar. Og enn er svo, að leið- togar okkar, þeir sem eru, og þeir sem verða kunna, skulu vel til gæta, að ekki aflýsi aðrir fyrir okkur þess- um degi — eins og útlent vald af- lýsti áður fyrr lögum hins forna lýð- veldis á íslandi, að lifandi hinum seinustu hryðjumönnum Sturlunga- aldar — og lét þá sjálfa gera það.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.