Félagsbréf - 01.08.1959, Side 41

Félagsbréf - 01.08.1959, Side 41
FÉLAGSBRÉF 39 eða hyrfi jafnvel með öllu. Mikilvægi lögmáls Parkinsons liggur í því, að það er lögmál vaxtar, reist á rannsókn þátta þeirra, sem vextinum stjórna. Þetta nýuppgötvaða lögmál styðst einkum við statistískar sannanir, sem síðar verða raktar. Flestum lesendum mun meira í mun að fá skýrða þættina, sem Hggja að baki fjölguninni, og lögmálið fjallar um. Ef vér sleppum fræðiatriðum (sem eru fjölmörg), getum vér í byrjun greint tvö knýjandi öfl að baki þróuninni. Þessi öfl má skýra með tveim stað- hæfingum, sem tæpast þarfnast sönnunar: (1) Embættismaður vill fjölga undirmönnum sínum, en ekki keppinautum; og (2) Embættismenn skapa hver öðrum starf. Til að skilja fyrra atriðið skulum vér hugsa oss ríkisstarfsmann, A að nafni, sem telur sig ofhlaðinn störfum. Engu máli skiptir, hvort starfs- byrði hans er raunveruleg eða ímynduð, en geta má þess, að skynjun A (eða ímyndun) gæti hæglega stafað af minnkandi starfsorku miðaldra reanns. Til að létta starfsbyrði sína á hann nú þriggja kosta völ — hann getur sagt af sér embætti, hann getur óskað eftir að skipta vinnunni ti! helminga við annan mann, B, eða hann getur sótt um að fá tvö undir- menn, C og D. Trúlega eru þess engin dæmi, að A velji annan kost en hinn síðasta. Ef hann segði upp embættinu missti hann rétt til eftirlauna. Ef hann fengi B ráðinn í jafnháa stöðu sinni, mundi hann aðeins öðlast n .jan keppinaut um embætti yfirmannsins W, er loks kæmi að því, að W drægi sig í hlé. Þess vegna kýs A að ráða tvo yngri menn, C og D, sér H1 aðstoðar. Það eykur á virðingu hans að hafa undirtyllur, og með því að skipta verkefnum skrifstofunnar milli C og D verður hann eini mað- urinn, sem fylgist roeð öllu, er þar fer fram. Þess ber að gæta, að C og D eru svo að segja óaðskiljanlegir. Engin tök hefðu verið á að ráða C einan, af því að hann einn síns liðs mundi iþá deila starfinu með A og Hlyti þannig næstum sömu aðstöðu og ófært var talið að veita B. Sömu- leiðis yrði C þá eini hugsanlegi eftirmaður A. Undirmenn verða því að vera tveir eða fleiri, þá heldur óttinn við auknar vegtyllur eða kaup- Hækkun hinna hverjum einstökum í skefjum. Þar að kemur fyrr eða síðar, að C kvarlar um ofreynslu. Þá styður A tilmæli C um að ráðnir verði tveir aðstoðarmenn honum til fulltingis. Til að komast hjá árekstrum Verður A sömuleiðis að sjá D fyrir tveim aðstoðarmönnum. Sem nú eru fáðnir fjórir menn til viðbótar, E, F, G og H, er A svo til öruggur uro betra embætti.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.