Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 43

Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 43
FÉLAGSB RÉF 41 Nú framkvæma sjö embættismenn það, sem einn gerði áður. Hér kemur seinna atriðið til sögunnar. Þessir sjö menn skapa hver öðrum svo mikið starf, að allir hafa nóg að gera, og A vinnur raunverulega meira en nokkru sinni fyrr. Vel getur farið svo, að þeir þurfi allir að lesa sama bréfið hver á eftir öðrum. E telur, að svarið heyri undir embættisstörf F, sem leggur drög að svari fyrir C., en hann gerbreytir því og leggur síðan fyrir D, sem felur G að sinna erindinu. En um þessar mundir fer G í leyfi, svo að hann fær H skjölin, en hann skrifar greinargerð, sem D undirritar. Að því loknu fær C skjölin í hendur, endurskoðar afstöðu sína í samræmi við það, sem við liefur bætzt, og leggur nýja svarið fyrir A. Hvað gerir A þá? Honum væri vorkunn, þótt hann undirritaði svarið ólesið, því að hann hefur nóg á sinni könnu. Hann veit, að hann á að taka við af W næsta ár og verður því að ákveða, hvor þeirra C eða D eigi að taka við embætti hans. Hann varð að fallast á að veita G leyfi, þótt honum bæri það eiginlega ekki. Kannski hefði H heldur átt að fara •— af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið grár og gugginn undanfarið, að nokkru leyti en tæpast eingöngu vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Svo þarf hann að sjá til, að F fái launahækkun meðan hann situr ráðstefnuna. E hefur sótt um að verða fluttur á aðra skrifstofu. A hefur borizt til evrna, að D felli hug til giftrar vélritunarstúlku og G og F talist tæpast við — enginn virðist vita hvers vegna. Svo að A gæti freistazt til að taka við skjalinu af C og undirrita það óbreytt. En A er maður samvizkusamur. Hann bregzt ekki skyldum sínum þótt hann sé önnum kafinn við vanda- mál, sem samstarfsmenn hans hafa skapað — vandamál, sem sjálfkrafa verða til með þessum samstarfsmönnum. Hann les svarið vandlega yfir, strikar út ruglingslegar setningar, sem C og H hafa bætt inn í og færir svarið til þess forms, sem F gaf því upprunalega. F er starfi sínu vaxinn, þótt nöldursamur sé. A leiðréttir málið á svarinu — enginn þessara ungu nianna skrifar rétt mál — og sendir að lokum frá sér sama svarið og sent hefði verið þótt enginn embættismannanna C til H hefði nokkurn t>ma fæðzt. Mun fleiri menn hafa lokið sama starfi á mun lengri tíma. Enginn hefur verið iðjulaus, allir gert sitt bezta. Er A kveður loks skrifstofu sína og heldur heimleiðis er áliðið kvölds. Síðustu ljósin í skrifstofuhúsinu slokkna, rökkrið breiðist yfir sem tákn þess, að lokið sé erilsömum degi embættismannsins. A er meðal hinna síðustu, er halda

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.