Félagsbréf - 01.08.1959, Page 45

Félagsbréf - 01.08.1959, Page 45
FÉLAGSBRÉF 43 embættismenn árið 1914 eru orönir 3569 árið 1928, og þessi fjölgun er með öllu óviðkomandi hugsanlegri aukningu á störfum þeirra. Raunveru- lega minnkaði sjóherinn á þessum tíma um þriðjung mannaflans og tvo þriðju skipaflotans. Ekki voru heldur neinar líkur til, að styrkur sjó- hersins ykist, því að samanlagt skipamagn hans (en ekki embættismanna- fjöldi) var bundinn af sjóherssáttmálanum í Washington árið 1922. Hér er um að ræða 78% aukningu á fjórtán árum; að meðaltali 5,6% árlega aukningu miðað við fjöldann 1914. Raunar var fjölgunin ekki alveg svona regluleg, en það, sem máli skiptir á þessu stigi málsins er aukn- ingin í prósentum á ákveðnu tímabili. Er hægt að gera grein fyrir þessari fjölgun innan ákveðinnar stéttar ríkisstarfsmanna á annan hátt en að gera ráð fyrir, að slík fjölgun hljóti alltaf að fara fram samkvæmt ákveðnu lögmáli? Hér mætti raunar benda á, að tímabilið, sem um ræðir, var tími hraðra framfara í sjóorustutækni. Flugvélin hætti að vera leikfang örfárra sérvitringa, rafmagnstæki jukust að fjölda og fullkomnun og kafbátar voru liðnir, þótt tæpast væru þeir mikils metnir. Byrjað var að líta á tæknimenntaða sjóliðsforingja næst- um eins og mennskar verur. Á slíkri byltingaöld gæti hvarflað að oss, að birgðastjórar þyrftu að semja flóknari birgðaskrár. Vér kipptum oss tæplega upp við að sjá fleiri teiknara á launaskrá, fleiri uppfinninga- nienn, fleiri verkfræðinga og vísindamenn. En þessum mönnum, embættis- mönnum í höfn, fjölgaði aðeins um 40% á meðan starfsliði sjóherráðs fjölgaði um nærri 80%. Með hverjum nýjum verkstjóra eða rafmagns- verkfræðingi í Portsmouth voru ráðnir tveir nýir skrifstofumenn í Charing Cross. Af þessu gætum vér freistazt til að draga þá ályktun, að skrif- stofuliði fjölgi töluvert hraðar en starfsliði verkfræðideildar á meðan raun- verulega starfandi mönnum (í þessu tilfelli sjómönnum) fækki um 31,5%. En statistískar sannanir hafa verið leiddar að því, að þessi seinasta tala kemur málinu ekki við. Embættismönnunum hefði fjölgað jafnhratt, þótt engir hefðu sjómennirnir verið. Það væri lærdómsríkt að rekja frekari þróun sjóherráðs — hversu 8118 starfsmönnum þess árið 1935 fjölgar unz þeir eru 33,788 árið 1954. En starfslið nýlendumálaráðs Bretaveldis veitir oss betra verkefni á hnign- unarskeiði heimsveldisins. Skýrslur sjóherráðs eru torráðnari sakir ýmissa hreytilegra þátta, sem torvelda samanburðinn frá ári til árs. Má þar nefna flugsveitir flotans. Vöxtur nýlendumálaráðs er að því leyti tákn-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.