Félagsbréf - 01.08.1959, Side 47

Félagsbréf - 01.08.1959, Side 47
FÉLAGSBRÉF 45 2km + 1 x = ------------- n þar sem k er fjöldi starfsmanna, er leita sér vegtyllna með því að ráða undirmenn; 1 er munurinn á ráðningaraldri og eftirlaunaaldri starfs- manna;; m er fjöldi vinnustunda, sem eytt er til að afgreiða erindi innan deildarinnar, og n er fjöldi eininga undir stjórn deildarinnar. Fjöldi nýrra starfsmanna á ári hverju er þá x. Stærðfræðingum er að sjálfsögðu ljóst, að til að finna fjölgunina í prósentum ber að margfalda x með 100 og deila með starfsmannafjöldanum síðast liðið ár (y): 100 (2km + 1) Og þessi tala reynist alltaf vera milli 5.17% og 6.56%, óháð öllum breyt- ingum á vinnunni (ef einhver er), sem leysa þarf af hendi. Uppgötvun formúlu þessarar og höfuðreglnanna, sem hún byggist á, hefur auðvitað ekkert pólitískt gildi. Engin tilraun hefur hér verið gerð til að leiða í ljós, hvort stjórnardeildum beri að vaxa. Skoðun þeirra, sem telja þennan vöxt nauðsynlegan til að hindra atvinnuleysi, á fullan rétt á sér, og þeir, sem draga í efa hagnaðinn af að láta fjölda manns lesa hvers annars bréf, hafa ekki minna til síns máls. Trúlega er sú tíð ekki upp runnin, að hægt sé að segja fyrir um hlutfallið, sem ríkir á milli fjölda stjórnenda og þeirra, sem stjórnað er. En ef vér reiknum með, að þetta hlutfall geti aðeins stigið að vissu marki, ætti bráðlega að vera hægt að setja fram formúlu, er segði fyrir um, hversu mörg ár líða — í tilteknu þjóðfélagi— unz þessu marki sé náð. Slík spá hefði ekki heldur neitt pólitískt gildi. Það verður ekki nógsamlega áréttað, að lögmál Parkin- sons er hrein vísindaleg uppgötvun, er ekki verður beitt nema sem kenni- setningu í stjórnmálum nútímans. Starf grasafræðingsins er ekki að út- rýma illgresinu. Honum nægir að greina frá, hversu hratt það sprettur. Örnóljur Tliorlacius íslenzkaSi.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.