Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 14
12
FÉLAGSBRÉF
markverðast við þýðingu hans, að í íslenzkunni finnur maður ekki ofbragð
af því sem innilegt er.
Knut Hamsun átti harðan skóla og tvísýnan. Það er með sanni sagt, að
öll æska hans, allt til þess er hann vann sinn snögga sigur 29 ára gamall,
væri hörð og mjög gleðisnauð. Björirson var hans fyrsti meistari, sögur
hans. Hann réðst ekki í kvæðagerðina. Fáir vita að hann var þó eitt glæsi-
legasta ljóðskáld norrænna þjóða, og er órækast vitni um það hinn stór-
brotni óður hans til Björnsons, síns ástkæra æskumeistara. Hamsun var
frá Lóm í Guðbrandsdal, en fluttist ungur með foreldrum sínum norður á
Hálogaland. Móðir hans var af gamalli og forðum mikilhæfri bændaætt,
faðir hans var dugandi maður, en þau voru fátæk. Það er sagt, að ásköpuð
kurtéisi ættar og heimilis hafi fylgt hinum unga snillingi út í lífið. Skóla-
göngu hlaut hann enga, hraktist til Ameríku, tvivegis, kom þaðan til Kaup*
mannahafnar vorið' 1888, birti kafla úr Sulti næsta vetur, undir dulnefni.
Það voru Danir sem báru fram hinn nýja höfund. Frægð hans varð um-
svifalaus. Árið 1890 kom bókin, meistaraverk stíls og forms, umdeild að
efni og orðbragði. — 1894 kom Pan, óumdeilt afrek í stílsnilld og skáld-
flugi. — 1911 fluttist Hamsun norður á Hálogaland, því að honum lédcu
landmunir til æskustöðva sinna og hinnar háleysku heiðríkju. — 1917
fluttist hann suður á Vestfold; það ár gaf hann út Gróður jarðar. En er
hann sá fram á vaxandi tekjur keypti hann sér stórjörð, Nörholm á
Ögðum, til þess að staðfesta í verki þá kenningu, að hinn óskrifandi og!
lítt læsi einyrki ísak í Landbrotum, lurkurinn, sem trúir á gróðurmoldina,
trúir á vinnuna, einfeldnina og manndyggðina, trúir á guð sinn — hann
kunni hina réttustu leið. — 1920 hlaut hann Nóbelsverðlaunin, þá 61 árs.
Mér er það mjög minnisstætt, að Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi sagði
þá við mig: Þeir nefna Gróður jarðar, til þess að breiða yfir sína eigm
skömm, að hafa ekki veitt honum Nóbelsverðlaunin fyrr! — Þetta var sjon-
armið þeirrar kynslóðar á Norðurlöndum, sem heitast dáði skáldið. —• í*0
hefur það orðið einmæli síðan í fjóra áratugi, að Gróður jarðar beri alger*
lega af bókum Hamsuns að varanlegum boðskap og innfjálgu gildi. Hmn
magnaði boðskapur meistarans um líftaugina milli manneskjunnar og gróð-
urmoldarinnar hefur gagntekið allar þjóðir, sem bókina hafa fengið.
Höfundur dregur að mikinn fjölda fólks, dugandi menn og lausingjalvð.
Breða kjaftaskúminn, Barbo sem gerir sér að íþrótt að drepa börn sin i
fæðingunni, ýmsan embættislýð, kjaftatífur og kramara. Kvenmaðurinn