Félagsbréf - 01.10.1960, Side 27
félagsbréf
25
samkoma vor, umræður sem þessar og að menn skiptist á skoðunum, einmitt
það veitir oss ljósið.
Af þessum ástæðum er það mér sérstök ánægja, að ég fæ tækifæri á
þessari ráðstefnu til að vinna í þeirri nefnd, sem fjallar um vandainál
þjóðfélagslegra menningarframfara og menningarhefða. Þessi vandamál
heinast að kjarna hinnar innri hættu, sem ógnar iðnþróuðum löndum, eink-
um þeim, sem, — eins og föðurland mitt, — hafa náð stórkostlegum af-
köstum við vöruframleiðslu. Flestir þeirra, sem tekið hafa þátt í þessum
umræðum, hafa gert sér Ijósa erfiðleika þessa vandamáls og eru orðnir
sér meðvitandi um hættuna, sem liggur í hinni ýktu einföldun og
ruglingskga samblandi á kostum og göllum, góðu og illu, von og ótta, sem
múgmenning nútíma iðnþjóðfélags hefur í för með sér. Ég hika við, meira
að segja við að reyna að draga saman áhrif þessara síðustu daga eða að
segja meira en mína persónulegu skoðun á því, hvert lokaályktanirnar
niunu beinast. En ég vildi þó sérstaklega benda á nokkrar líkur, sem hafa
knúið mig til umhugsunar.
Það er auðvelt að mikla þá neikvæðu drætti í hinni svokölluðu múg-
nienningu. Ég hef fyrst og fremst í huga þann æsing, sem miklum fjölda
manna er í té látinn af dagblöðum, kvikmyndahúsum, sjónvarpi og „comic
books“. Mig grunar, að margir meðal vor geri of mikið úr áhrifavaldi
þessara hluta, — þ.e. hæfni þeirra til að breyta hugsunarhætti og hegðan
^iianna. Án efa er það ekki ömurleiki þessara hluta, sem kemur svo á óvart
1 Ameríku, heldur miklu fremur meinleysið og oft á tíðum barnaskapur-
n>n, sem liggur til grundvallar þeim. En jafnaugljóst mál er það, að
spurningin, hvernig hægl er að vaka yfir áhuga almennings á þessum
blutum, er undirrót flókinna og hættulegra vandamála er varða eðlilegan
framgang lýðræðisins.
Af þessum ástæðum getum vér, eins og svo margir meðbræður vorir,
verið þeirrar skoðunar, að vandamál þessi beri að taka til meðferðar með
þolinmæði og góðvild og án ofmikilla áhyggna. En það eru ekki allir, sem
sja hættuna, og umræðurnar hér hafa ekki haft róandi áhrif á mig: nefni-
^ega sú hætta, að múgmenning með sínum jafnandi og normalísérandi
áhrifum standi í vegi fyrir annarri tegund menningar og spilli henni smátt
°g smátt — menningar, sem er af öðrum mælikvarða, undir öðrum áhrif-
nm, og af öðrum rótum runnin. Með öðrum orðum: hættan af nútíma múg-
nienningu liggur síður í því, hvað hún hefur að bjóða, heldur en hinu,