Félagsbréf - 01.10.1960, Page 39

Félagsbréf - 01.10.1960, Page 39
KORMÁKUR BRAGASON: Barn sem deyr Eins og perla í lófa mínum dó út í myrkrið líf þitt bros þitt gleði þín út í myrkrið og ég sá þig aldrei meir. Hvarf út í myrkrið eins og hlátur ceskunnar eins og glöð augu eins og hjartað í brjósti mínu dó út í myrkrið líf þitt. Og samt brosir fólkið í húsunum þó að œska þín hafi stirðnað út í myrkrið þó að augu þín hafi brostið. Þú sem varst með sólina í augum þínum brosir fólkið í húsunum og man ekki leingur að þú varst til. Hversvegna komstu í lófa minn eins og lítil perla inn í líf mitt eins og örlítil bœn hversvegna?

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.