Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 41

Félagsbréf - 01.10.1960, Qupperneq 41
FÉLAGSBRÉF 39 fossum landsins í fylgd með einum helzta rithöfundi íslands Halldóri K. Laxness. Við áttum skemmtilegan dag saman og af því leiddi að ég gaf út Sölku Völku sem Howard Spring valdi sem bók mánaðarins í blaðinu Evening Standard og Sjálfstœtt fólk sem var bók mánaðarins í Banda- ríkjunum. Árið 1955 voru honum veitt Nóbelsverðlaun fyrir bókmennt- ir og ég var sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar. En það var líka annað sem gerð- ist í sambandi við þessa ferð til ís- lands. Um þær mundir var fulltrúi Stóra-Bretlands ennþá Islendingur í Reykjavík og með tilliti til hernaðar- legs mikilvægis evjarinnar og áhug- ans sem nazistarnir höfðu á henni fannst mér bráðnauðsynlegt að brezk- ur sendiherra yrði sendur þangað. Auk þess fannst mér það ekki heppi- legt fyrir álit okkar að inngangur- inn í ræðismannsskrifstofuna á Ak- ureyri skyldi vera gegnum brotið og úr sér gengið hlið sem mjög þarfn- aðist málunar. Strax eftir beimkom- una kom ég að máli við kunningja minn í utanríkisráðuneytinu í sam- bandi við útnefningu brezks sendi- herra og bauðst til að greiða viðgerð og málun á hliðinu ef utanríkisráðu- neytið sæi sér það ekki fært. Gert var við hliðið og það málað en ég fékk skilaboð frá starfsmanni ein- um í ráðuneytinu þess efnis að ég mundi ekki fá útnefndan sendiherra meðan hann væri á lífi. Ég svaraði því til að mér mundi þykja leitt að verða ábyrgur fyrir dauða hans en ég mundi ekki láta málið niður falla, og það gerði ég ekki. Til allrar ham- ingju var sendiherra útnefndur tölu- vert löngu áður en stríðið brauzt út og nokkrum árum síðar frétti ég að hinn þvermóðskufulli starfsmaður væri enn á lífi. Bókaútgája á stríSstímum. í september 1939 var kjallarinn í hinni nýju byggingu okkar við Little Russel Street 28 heimtaður fyrir loft- varnarbyrgi og okkur var tilkynnt að afhenda hann þegar til umráða fyrir yfirvöldin sem jafnframt kröfð- ust þess að gólfin í húsinu yrðu styrkt. Þar eð allar birgðir okkar voru geymdar í kjallaranum jafn- gilti þetta að setja okkur út úr við- skiptalífinu og þar eð gólfin voru byggð með það fyrir augum að geta borið tvöfalt meiri þyngd en eðlilegt er, þá var þessi hluti skipunarinnar hrein fjarstæða. Við fengum að hafa hluta af kjallaranum fyrir birgðir okkar en hvað snerti styrk- ingu gólfsins var viðkomandi em- bættismaður ósveigjanlegur. Eins og er einkennandi fyrir svo marga skrif- stofuembættismenn á stríðstímum tók hann ekkert tillit til neinna mót- mæla hversu réttmæt sem þau voru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.