Félagsbréf - 01.10.1960, Page 43

Félagsbréf - 01.10.1960, Page 43
FÉLAGSBRÉF 41 meira en milljón bókum voru óþæg- indin og kvartanirnar sem það hafði í för með sér. Hvert bréfið kom á fæt- ur öðru: „Hvers vegna endurprentið þið þetta ekki?“ „Hvers vegna end- urprentið þið ekki hitt?“ „Hvenær ætlið þið eiginlega að gefa út þetta eða hitt? Öllum þessum bréfum gát- um við einungis svarað á þá lund að við værum ef til vill heimskir en við sæjum enga leið til að gefa út bækur án pappírs; að pappírs- skammtur okkar væri mjög lítill (pappír var skammtaður á stríðs- límunum. Þýð.) og af því að við urðum fyrir sprengju á röngurn tíma hefði okkur ekki verið veitt (og okk- ur var aldrei veitt) leyfi til að end- urbæta tap okkar eins og þeim sem urðu fyrir sprengingu í upphafi eða lok stríðsins. En það var ekki aðeins á þennan hátt sem við töpuðum. Hver rithöf- undurinn á fætur öðrum skrifaði okkur og sagði að eitthvert „gor- kúlufyrirtækið“ (nú nær öll liðin undir lok), sem spruttu upp á degi hverjum og færðu sér í nyt fáránleika pappírseftirlitsins, hefði sagt hon- um að þeir hefðu nægan pappír og hann sæi sig þess vegna til neyddan sð snúa sér til þeirra. Þessu ástandi voru gerð góð skil af Alan Moor- head í Daily Express en ég birti hér uokkrar glefsur úr grein hans: »Eitthvað undarlegt er að gerast í sambandi við bókaútgáfu og því nánar sem það er athugað þeim mun undarlégra er það. Ef þér skoðið auglýsingarnar í blöðunum munið þér sjá að útgef- endur eru alls staðar að skjóta upp kollinum. Ég hef komizt að raun um að 200 ný fyrirtæki hafa byrjað þau hagkvæmu viðskipti að sjá lestr- arþyrstum almenningi fyrir bókum síðan styrjöldin brauzt út og þau hafa nægan pappír gagnstætt hin- um eldri fyrirtækjum. Þegar pappírsskorturinn hófst í byrjun stríðsins skammtaði ríkis- stjórnin öllum þáverandi útgefend- um ákveðinn hundraðshluta miðað við pa]>pírsnotkun árið 1939 sem var afleitt ár fyrir bókaútgáfu. Núver- andi skammtur er 40 af hundraði. Þetta þýddi að öll eldri fyrirtæki þurftu að draga seglin stórlega sam- an og bókaútgáfa hefur aldrei full- nægt eftirspurninni. Allar sæmileg- ar bækur seljast upp á svipstundu. Einn af gömlu útgefendunum sagði við mig: „Hið versta sem fyrir mig gæti komið væri að fá metsölubók upp í hendurnar.“ En það er ekki á nokkurn hátt hægt að hindra starfandi prentara eða neinn annan í að gerast útgefandi hvenær sem honum sýnist. Og þar eð hann gaf ekkert út 1939 er ekki hægt að miða pappírsskammt hans við neitt. Hann getur keypt allan

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.