Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 53

Félagsbréf - 01.10.1960, Síða 53
félagsbréf 51 Þá er það still bókarinnar. Kiljan er bér að líkja eftir nítjándu aldar stíl, í aðra röndina Iærðum en að hinu leytinu alþýðlegum, en stendur frammi fyrir þeim vanda að apa ekki eftir stíl Eiríks frá Brúnum, sem gæddur er einstæðum ein- faldleik og hispursleysi. — Eiríkur var nefnilega einn af þessum sérstæðu og eftirminnilegu mönnum úr íslenzkri al- þýðustétt, sem auk annarra gáfna hafði hlotið þessa náttúrlegu og tæru stilgáfu i náðargjöf. Hann er hér i flokki með tnönnum eins og Brynjúlfi frá Minna-Núpi og Eyjólfi á Hvoli. Það hlýtur að vera orfitt fyrir jafn stilnæman höfund og Kiljan að verða ekki fyrir áhrifum frá slikum mönnum, þegar verið er að nokkru leyti að vinna upp úr verkum þeirra. Stíllinn á Paradisarheimt verður því all- hreytilegur og hoppandi, og hýr sjaldan yfir þeirri dýpt látleysisins, sem einkennir skrif Eiríks á Brúnum. Á stöku stað her þetta þó við, og hefur réttilega verið hent á þetta í kaflanum, sem fjallar um viðureign stúlkunnar og Björns á Leirum "við jökulána. Þar rís list skáldsins hátt. Auk þess er hók þessi hlessunarlega laus 'ið upptalningu ýmissa fágætra orða, sem höfundur hefur safnað saman i kompur sinar, eins og stundum hefur viljað við hrenna í verkum hans. Ég læt ógert að ræða hér þær sann- sógulegu persónur og aðra vtri staðhætli, sem Kiljan notar í hók sinni, og hvernig hann fer með þá. Það verða vist nógir ‘il hess að fjalla um þá hlið málsins, eins °g endranær, og kannski á einhver eftir að skrifa um það doktorsritgerð áður en lýkur. Það þykist ég fullviss um, að Halldór Éiljan hefur ekki skrifað þes sa bók fyrir aðra en sjálfan sig. Hann skrifar hana al innri ástríðu, af kvöð, sem hann getur ekki komizt hjá að uppfylla sjálfs sín vegna, og ég get ekki hugsað mér betri ástæðu fyrir góðan höfund að semja nýja hók. ÞórSur Einarsson. RitgerSir Þórbergs. Þórhergur Þórðarson: Ritgerðir I II xxxl+318+339 hls. Heimskringla, Reykjavík 1960. Margir kvarta undan þvi hve erfitt sé að „flokka'1 Þórherg Þórðarson inn- an um aðra rithöfunda íslenzka. Á að kalla hann fagurfræðilegt skáld á óbundið mál? Eða húmorista? eða kannski óþreyt- andi sjálfsævisöguritara af því hann skrif- ar alltaf um sjálfan sig? Flestir láta sér þó nægja að „flokka" hann eftir skýrasta drættinum í ritverkum hans, stílnum. — Þórbergur Þórðarson er fyrst og fremst stílisti. Hann er orðsins maður fremur en hvass hugsuður eða rökfastur heimspek- ingur. Ánægjan við lestur á verkum Þór- bergs liggur ekki fyrst og fremst í því hvað hann hefur að segja heldur hinu, hvernig hann segir það. í stuttum ritdómi sem þessum er þess enginn kostur að gera nær sjö hundruð hlaðsíðna verki nein viðunandi skil. Hér verður að láta nægja að drepa á nokkur atriði. Enda her að hafa það í huga að hér er ekki um að ræða ný frumsmíð heldur eru þessar ritgerðir gamlir kunn- ingjar sem flestir hafa lesið að einhverju leyti ef þeir á annað borð hafa gefið ís- lenzkum bókmenntum og Þórhergi ein- hvern gaum. Mikill hluti þessara ritgerða fjallar um stjórnmál. Þórbergur er öfgamaður i póli- tik. Hann er einn þeirra manna sem sjá ekkert vont i þeirri stjórnmálastefnu sem

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.