Félagsbréf - 01.12.1960, Page 11
félagsbréf
9
stjóra við þœr. Það skal ekki lastað. Sum blöð halda uppi vikuleg-
um dœgurlaga- og jass-siðum og launa ritstjóra við þœr. Látum bað
vera. Ekkert dagblað heldur uppi bókmenntasiðu né lautiar rit-
stjóra menningarmála. Það er hrópleg háðung — og meira en að.
Lað er háski bókmenntum og menningu þjóðarmnar.
Nlanda sigr laklegrn en blöðin.
En það eru fleiri en blöðin, sem standa sig laklega i skrifum um
bókmenntir. Bókmenntamenn þjóðarinnar virðast furðu þögulir,
og hefur svo verið lengi. Það má heita óþekkt fyrirbrigði i landi
voru, að skrifað sé um samtima skáld eða rithöfund annað en kveðjur
á merkisafmœlum eða jarðarfarardögum. Ritkönnun og ritskýring-
ar á samtiðarbókmenntum sjást aldrei eftir islenzka menn. Fœstum
skáldum og rithöfundum samtimans hafa verið gerð nokkur skil
oð gagni, og þá sjaldan þeitn er eitthvað sinnt, eru það helzt út-
iendir menn, sem til þess verða, og hljóta þeir þó að standa verr
að vigi i þvi efni en íslendingar. Bókin um Gunnar Gunnarsson
er eftir Stellan Arvidson — gagnmerk bók, en þó vissulega miðuð
við erlenda lesendur. Bœkurnar utn Halldór Kiljan Laxness eru
eftir Peter Hallberg, merkar bækur lika. En islenzku bœkurnar um
þá og alla hina eru enn óskrifaðar. Hvenœr gefst islenzkum bók-
fnenntamönnum timi til að semja þær bækur.