Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 17

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 17
PÉLAGSBRÉF 15 fyrir honum vöku, en nú hafSi ihann ákveðið að fara, og þess vegna var hann orðinn áhyggjulaus. Daginn eftir sagði hann pabha og mömmu, hvað hann ætlaði. Það var allt í lagi með mömmu. Hún fór að gráta. „Nei,“ sagði hún, „ég vil ekki hann fari. Ég vildi heldur fara fyrir hann, ef ég gæti. Ég kæri mig ekkert um að bjarga landinu. Japanarnir mættu taka það fyrir mér, ef þeir létu mig og mína í friði. En ég man eftir Marsh bróður, þegar hann fór í fyrra stríðiö. Hann var ekki nema nítján ára, þegar hann varð að fara, og mamma okkur skildi ekkert í þvi fremur en ég skil þetta núna. En hún sagði Marsh að fara, ef hann mætti til. Og ef Pétur verður að fara núna, þá er ekkert við því að gera. Biddu mig bara ekki að skilja það.“ En pabbi. Hann lét það eitthvað heita. „I stríðið,“ sagði hann. „Til hvers, niá ég spyrja. Þú ert of ungur fyrir útboðið og ekki er veriÖ að gera innrás i landið. Forseti okkar í Washington fylgist með þessu öllu og hann lætur okkur vita, þegar þar að kemur. í þessu stríði, sem mamma þín nefndi, þá var ég kallaður í herinn og sendur alla leið til Texas, og þar var ég geymd ur í átta mánuði eða þangað til þeir hættu að berjast. Ég sé ekki betur en við Marsh frændi þinn, sem sa:rðist auk heldur á vígvöllunum í Frakk- landi, höfum lagt fram nógan skerf til varnar landi okkar af minnar fjöl- skyldu hálfu, að minnsta kosti um mína lífdaga. Og hver á að hjálpa mér við búskapinn, ef þú ferð. Ég orðinn aftur úr með allt.“ „Það hefir alltaf gengið á afturfótunum, frá því ég man til mín,“ sagði Pétur. „Hvað sem því líður er ég farinn. Ég má til að fara.“ „Auðvitað verður hann að fara,“ sagði ég. „Þessir Japanar....“ „Halt þú þér saman,“ sagði mamma og fór að gráta. „Það er enginn að tala við þig. Farðu að sækja eldivið. Það er rétt handa þér.“ Ég sótti viÖinn. Og allan daginn eflir var mamma að útbúa Pétur, meðan við pa’bbi bárum inn eins mikinn eldivið og við gátum, því að eins og Pétur sagði, þá voru eldiviðarhugmyndir ])abba þær, að nóg væri í eldinn handa niömrnu, meðan eitt prik reis upp við vegg ónotað. Mamma þvoði föt Péturs og gerði við þau og eldaði handa honum nesti í fullan skókassa. Dm kvöldið lágum við Pétur í rúminu og vorum að hlusta á hana búa gtatandi niður í handtösku Péturs, og loks fór Pétur fram úr á náttskvrt- unni og til bennar, og ég heyrði þau voru að tala saman, og loks sagði manna: „Þú verður að fara og þess vegna vil ég þú farir. — F.n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.