Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 20

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 20
18 FÉLAGSBRÉF um það, að ef ég hefði átt að vera eina nótt í viðhót í þessu rúmi, þá hefði ég ekki haft það af. Nú heyrði ég að pabbi var farinn að hrjóta, en í mömmu heyrði ég alls ekkert, hvort sem hún hefir verið farin að sofa; ég býst reyndar varla við því. Ég tók skóna mína og lét þá út um gluggann, og svo klifraði ég út, eins og ég hafði séð Pétur gera, þegar hann var ekki enn orðinn nema seytján ára, og pabba fannst hann of ungur til að vera að slæpast úti að kvöldinu og hleypti honum ekki út, og ég fór í skóna og út að hlöðu, náði í byssuna og snípueggið og hélt út á þjóðveginn. Ekki var kalt, það var bara fjandans myrkrið, og vegurinn lá fram- undan og teygði úr sér, meðan enginn notaði hann, rétt eins og maður sem leggst niður teygir úr sér um helming, og lengi vel var helzt að sjá, að sólin yrði komin á loft, áður en ég kæmist þessa tuttugu og tveggja mílru leið til Jefferson. En hún var samt ekki komin upp. Það var rétt að birta, þegar ég labbaði upp bæðina að bænum. Ég fann 'lykt af morgunmat á stónni í kofunum og óskaði þess, að ég hefði tekið með mér köku, en það var um seinan. Pétur hafði sagt mér að Memjrhis væri spöl hinum megin við Jefferson, en mig hafði aldrei grunað, að það væru 80 mílur. Svo nú stóð ég þarna á miðju torginu, og það birti og birti og enn logaði á stræta Ijóskerunum, og þar var lögreglumaður og horfði ofan á mig, og enn var ég 80 mílur frá Memphis, og það hafði kostað mig heila nótt að ganga einar tuttugu og tvær mílur, svo að Pétur yrði áreiðanlega kominn af stað til Pearl Harbor, áður en ég næði til Memphis. ..Hvaðan kemur þú?“ sagði lögreglan. Og ég endurtók, „ég þarf að komast til Memphis. Bróðir minn er þar. ‘ „Áttu við, að þú eigir engan að faér í grennd,“ sagði lögreglan. „Engan að, nema þennan bróður? Hvað ertu að gera hér, úr því að bróðir þinn er uppi í Memphis?“ Og ég sagði á nýjan leik: „Ég verð að komast til Mem])his. Ég hefi ekki tíma til að standa hér og tala um það, og ég hefi ekki tíma til að ganga þangað. Ég verð að komast þangað í dag.“ „Komdu með mér,“ sagði lögreglan. Við gengum niður aðra götu. Og þar var vagninn, alveg eins og hana hafði verið, þegar Pétur fór upp í hann í gærmorgun, nema hvað hann var ljóslaus og tómur núna. Þarna var regluleg stoppstöð alveg eins og járn- brautarstöð með miðasöluborði og það var maður á bak við það, og lögreglan sagði: „Seztu niður þarna,“ og ég settist, og lögreglan sagði: „Ég þarf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.