Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 22
20
FÉLAGSBRÉF
„Hann er ekki í frakka,“ sagði sú gamla. „Hvernig í ósköpunum hefir
hann komizt hingað niður eftir aleinn?“
„Ég er engu nær,“ sagði lögreglan. Ég fékk ekkert upp úr honum annað
en það, að bróðir hans væri í Memphis og hann vildi komast þangað upp
eftir.“
„Það er rétt,“ sagði ég. „Ég þarf að komast til Memphis í dag.“
„Auðvitað þarftu þess,“ sagði sú gamla. „Ertu viss um, að þú getir haft
upp á bróður þínum, þegar þú kemur til Memphis?“
„Ætli það ekki,“ sagði ég. „Ég á ekki nema einn bróður og ég hefi
þekkt hann allt mitt líf. Ætli ég þekki hann ekki aftur, þegar ég sé hann.“
Sú gamla horfði á mig. „Einhvern veginn er hann ekki eins og hann
ætti heima í Memphis.“
„Það er eins víst hann eigi ekki heima þar,“ sagði lögreglan. „Það er
ómögulegt að vita samt. Hann gæti átt heima hvar sem er frakkalaus og
í frakka. Nú á dögum flækjast unglingarnir um allar trissur, strákar og
stelpur líka, nærri því að segja áður en þau eru farin að ganga með.
Hann gæti hafa verið í Missouri eða Texas hvortheldur í gær, hvað mig
snertir. En hann virðist vera gallharður á því, að bróðir hans sé í Memphis.
Ég get ekki betur gert en senda hann þangað upp eftir og láta hann gá
fyrir sig sjálfan.“
„Nei,“ sagði sú gamla.
Sú unga settist hjá mér á bekkinn og opnaði handtösku og tók upp
úr henni sjálfblekung og blöð.
„Ég þarf enga skýrslu,“ sagði ég. „Ég vil bara komast til Memphis.
Ég þarf að komast þangað í dag.“
„Þarna sérðu,“ sagði lögreglan. Hann sagði það eins og honum væri
ánægja að því. „Þetta sagði ég þér.“
„Þér megið telja yður sleppa vel, Mrs Habersham,“ sagði vagnmiða-
maðurinn. „Ég held ekki að hann sé með byssu á sér, en hnífinn opnar
hann nógu djö. .. ., ég meina nógu fljótt fyrir hvern sem er.“
En sú gamla stóð bara kyrr og horfði á mig.
„Það er nú svo,“ sagði hún. „Það er nú svo. Ég veit eiginlega ekki
hvað gera skal.“
„Það veit ég,“ sagði vagnamaðurinn. „Ég ætla að gefa honum farmiða
úr eigin vasa, sem varúðarráðstöfun fyrir hönd ferðafélagsins til að koma
í veg fyrir blóðsút'hellingar og óeirðir. Og þegar Mr. Foote segir bæjar-