Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 23
félagsbréf 21 stjórninni frá því, verður ljóst að þetta var borgaralegt vandamál, og þeir gera meira en endurgreiða mér, því að þeir gefa mér heiðurspening líka. Ha, Mr. Foote?“ En það tók enginn undir. Sú gamla stóð enn og horfði ofan á mig. Hún sagði: „Það er nú það,“ á nýjan leik. Svo tók hún dollara upp úr vasa sínum og rétti miðasalanum. „Hann kemst á barnamiða, er ekki svo.“ „Það er nú svo, frú,“ sagði miðasalinn. „Ég bara veit ekki, hvað reglurnar segja um það. Líkast til verð ég rekinn fyrir að slá ekki utan um hann og merkja kassann eitur. En ég hætti á það.“ Sv'o fóru þau. Lögreglan kom aftur með brauðsneið og gaf mér. „Þú ert viss um að finna bróður þinn?“ sagði hann. „Ekki skil ég annað,“ sagði óg. „Ef ég sé Pétur ekki fyrst, þá sér hann mig. Hann þekkir mig líka.“ Lögreglan fór nú alfarin líka og ég át brauðið. Svo kom fleira fólk inn að kaupa miða, og loks sagði miðasalinn, að kominn væri burtfarartími, og ég fór upp í vagninn, alveg eins og Pétur hafði gert og var kominn af stað. Eg sá allar borgirnar. Allar saman. Þegar vagninn var kominn vel af stað, var ég orðinn útúr syfjaður. En það var alltof margt, sem ég hafði aldrei séð fyrr. Við ókum út úr Jefferson og gegnum akra og skóga og svo komum við í aðra borg og fórum út úr henni og framhjá nýjum ökrum og skógum og gegnum enn aðra borg með búðir og verksmiðjur og vatns- geyma og um tíma fórum við meðfram járnbrautinni og ég sá merki- spjaldið hreyfast og svo sá ég lestina og fleiri borgir og var alveg að líða útaf, en mátti ekki hætta á það. Svo byrjaði Memphis. Mér fannst eins og hún næði yfir mílu eftir mílu. Við fórum framhjá búðaþyrpingu, og ég hugsaði mér, að við hlytum að vera komnir. Vagninn stanzaði meira að segja. En það var ekki komin Memphis enn, og við héldum áfrarn framhjá vatnsgeymum og reykháfum, sem stóðu upp úr verksmiðjum, hvort sem það voru bómullarvélar eða sögunarmyllur. Mér hafði aldrei dottið í hug, að þær væru svona margar og ég hafði aldrei séð þær svona stórar, og það var mér hulin ráðgáta, hvar þeir fengju nóga bómull og viðarboli handa þeim. Þá sá ég Memphis. I það sinn var ég viss. Hún reis hátt upp í loftið. Hún var eins og einar tólf borgir stærri en Jefferson, reistar hver ofan a aðra upp í loftið og hærri en nokkurt fjall í Yoknapatawpha-sýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.