Félagsbréf - 01.12.1960, Page 27
félagsbréf
25
ferðu heim og sérð um mömmu og hugsar um þessar tíu ekrur mínar og
geymir hnífskrattann í vasanum. Heyrirðu það?“
„Já, Pétur,“ sagði ég.
„Jæja þá,“ sagði Pétur. „Ég má til að fara. „Hann lagði aftur höndina
á höfuðið á mér, en í þetta sinn sveigði hann ekki hálsinn á mér. Hanu
lagði bara höndina á höfuðið á mér snöggvast. Og skollinn eigi það, ef hann
beygði sig ekki ofan yfir mig og kyssti mig, og ég heyrði fótatak hans ogj
svo hurðina og það var allt og sumt. Ég sat kyrr og var að nudda blettinn,
þar sem Pétur kyssti mig, og hermaðurinn hallaði sér aftur í stólnum, leit
svo út um gluggann og fór að hósta. Hann fór ofan í vasa sinn og rétti
mér eitthvað án þess að líta upp. Það var flís af tyggigúmmí.
„Margfaldar þakkir,“ sagði ég. „Jæja, ég býst við ég ætti að fara að
leggja á hann, því að ég á talsverðan spotta fyrir höndum.“
„Bíddu,“ sagði hermaðurinn. Svo símaði hann aftur og ég sagði aftur,
að það væri bezt fyrir mig að fara að koma mér og hann sagði enn: „Bíddu.
Mundu, hvað Pétur sagði þér.“
Svo við biðum, og önnur kona kom inn, gömul líka, og líka í pelsi, en
það var góð lykt af henni, og hún var hvorki með neinn sjálfblekung eða
skýrslur. Hún kom inn og hermaðurinn stóð upp, og hún leit snöggt í
kringum sig, þangað til hún sá mig, og þá kom hún og lagði 'höndina á
óxlina á mér létt og snöggt og þægilega eins og mamma hefði getað gert.
„Komdu,“ sagði hún. „Við skulum fara að borða.“
„Nei,“ sagði ég, „ég þarf að ná í vagninn til Jefferson.“
„Ég veit það. En við höfum nógan tíma. Við förum heim og borðum fyrst.“
Hún var með bíl. Og allt í einu vorum við komin inn í miðja bílaþvöguna.
^ ið vorum nærri því undir strætisvögnunum, og fólkið á götunum var svo
n*rri, að ég hefði getað talað við það, ef ég hefði þekkt það. Eftir dálitla
stund stoppaði hún bílinn. „Þá erum við komin,“ sagði hún, og ég leit á
húsið og ef hún átti það allt, þá hafði hún sannarlega stóra fjölskyldu. En
hún átti það ekki allt. Við fórum gegnum forstofu, þar sem voru tré, og
komum inn í lítið herbergi, þar var ekkert nema svertingi í einkennisbún-
lngi. sem var miklu fínni en einkennisbúningar hermannanna og sverting-
lnn lokaði dyrunum, og þá öskraði ég: „Gættu að þér,“ og þreif í eitthvað,
en þetta var allt í lagi og litla herbergið- steig upp og stoppaði svo, og
dyrnar opnuðust og við vorum komin inn í aðra forstofu, og konan opnaði