Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 27
félagsbréf 25 ferðu heim og sérð um mömmu og hugsar um þessar tíu ekrur mínar og geymir hnífskrattann í vasanum. Heyrirðu það?“ „Já, Pétur,“ sagði ég. „Jæja þá,“ sagði Pétur. „Ég má til að fara. „Hann lagði aftur höndina á höfuðið á mér, en í þetta sinn sveigði hann ekki hálsinn á mér. Hanu lagði bara höndina á höfuðið á mér snöggvast. Og skollinn eigi það, ef hann beygði sig ekki ofan yfir mig og kyssti mig, og ég heyrði fótatak hans ogj svo hurðina og það var allt og sumt. Ég sat kyrr og var að nudda blettinn, þar sem Pétur kyssti mig, og hermaðurinn hallaði sér aftur í stólnum, leit svo út um gluggann og fór að hósta. Hann fór ofan í vasa sinn og rétti mér eitthvað án þess að líta upp. Það var flís af tyggigúmmí. „Margfaldar þakkir,“ sagði ég. „Jæja, ég býst við ég ætti að fara að leggja á hann, því að ég á talsverðan spotta fyrir höndum.“ „Bíddu,“ sagði hermaðurinn. Svo símaði hann aftur og ég sagði aftur, að það væri bezt fyrir mig að fara að koma mér og hann sagði enn: „Bíddu. Mundu, hvað Pétur sagði þér.“ Svo við biðum, og önnur kona kom inn, gömul líka, og líka í pelsi, en það var góð lykt af henni, og hún var hvorki með neinn sjálfblekung eða skýrslur. Hún kom inn og hermaðurinn stóð upp, og hún leit snöggt í kringum sig, þangað til hún sá mig, og þá kom hún og lagði 'höndina á óxlina á mér létt og snöggt og þægilega eins og mamma hefði getað gert. „Komdu,“ sagði hún. „Við skulum fara að borða.“ „Nei,“ sagði ég, „ég þarf að ná í vagninn til Jefferson.“ „Ég veit það. En við höfum nógan tíma. Við förum heim og borðum fyrst.“ Hún var með bíl. Og allt í einu vorum við komin inn í miðja bílaþvöguna. ^ ið vorum nærri því undir strætisvögnunum, og fólkið á götunum var svo n*rri, að ég hefði getað talað við það, ef ég hefði þekkt það. Eftir dálitla stund stoppaði hún bílinn. „Þá erum við komin,“ sagði hún, og ég leit á húsið og ef hún átti það allt, þá hafði hún sannarlega stóra fjölskyldu. En hún átti það ekki allt. Við fórum gegnum forstofu, þar sem voru tré, og komum inn í lítið herbergi, þar var ekkert nema svertingi í einkennisbún- lngi. sem var miklu fínni en einkennisbúningar hermannanna og sverting- lnn lokaði dyrunum, og þá öskraði ég: „Gættu að þér,“ og þreif í eitthvað, en þetta var allt í lagi og litla herbergið- steig upp og stoppaði svo, og dyrnar opnuðust og við vorum komin inn í aðra forstofu, og konan opnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.