Félagsbréf - 01.12.1960, Side 39

Félagsbréf - 01.12.1960, Side 39
FÉLAGSBRÉF 37 Guð vatnsins hét Ahti og var virðulegur með langt skegg úr þangi. Hann bjó í helliskúta, sem hét Ahtola, og átti ótæmandi fjársjóðu; hann hafði rænt þeim frá sjómönnum og skilaði þeim sjaldan aftur. Kona hans var hin gjafmilda Wellamo, klædd blárri skikkju, skyrtu úr sefi og bar höfuð- búnað af sjávarfroðu. Þau áttu fögur en óstöðuglynd börn, og dóttir vogsins, Aallotar, fór stundum upp á hamrana og kembdi sítt hár sitt með silfurbursta. Hin máttuga móðir jarðarinnar hét Maan emo, til hennar var beðið um góða uppskeru. Konungur skógarins var hinn gamli, brúnskeggjaði Tajtio með háan hatt úr barrnálum og skikkju úr trjáberki. Bústaður hans var hið fagra Metsola, þar sem hann átti þrjár konungshallir og fjárhirzlu. Lykil- inn að henni bar kona hans, Mielikki, við lend sér. Hana bað veiðimaður- inn um góða veiði. Ef hann sá hana fýlda og töturlega búna, heppnaðisti veiðin illa, en ef hann sá hana prýdda gullarmböndum og perlum, þá var hann viss um ríkulega veiði. Því að öll dýr skógarins voru hjarðir Tapiosar, hann hafði marga þjóna og fögur, veluppalin börn. Nyyrikki hjó merki í skóginn svo að veiðimaðurinn villtist ekki; Tellerwo rak hjarðirnar heim; Tuulikki lagði sitt dýrðlega, rauða silkiklæði yfir lækina eins og brú. Metsan piika, litla þjónustustúlka skógarins lifði á hunangi og lék á litla flautu svo að Mielikki vaknaði af morgunsvefninum og heyrði bænir veiði- mannsins. 1 Hiittola, langt inni meðal nakinna fjalla, bjó hinn grimmi Hiisi. Öll hans ætt var vond tröll, hann var konungur pláganna og skelfinganna. Niðri í jörðinni, í Tuonela, var ríki hinna dauðu, þangað fóru mennimir yfir níu höf. Þar ríkti hinn blóðþyrsti konungur Tuoni, og hin bölvaða kona hans hjálpaði honum að vaka yfir hinum dauðu. Synirnir höfðu kopar- fingur, dæturnar voru álíka fúlar og illar, en verst var hin blinda Lowialar, móðir hryllinganna. Fyrir utan þessa guði voru margar aðrar verur bæði góðar og illar, sem stundum hjálpuðu manninum og stundum sköðuðu hann. í hverjum runni á sérhverju fjalli og í sérhverjum dal bjó lialtia eða verndarandi, allt hafði iíf, öll náttúran var full af lifandi öndum. í öllu þessu vottaði fyrir guðlegum sannleika. Því að finnska þjóðin hefur ævinlega íhugað æðri hluti og elskað vizkuna, sem er metin meira en styrkurinn. En þjóðin þarfnaðist opinberandi orðs guðs til að finna þana guð, sem hún svo lengi hafði leitað. Hin heiðna guðsþjónusta Finnanna var mjög einföld. Þeir höfðu engin

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.