Félagsbréf - 01.12.1960, Page 43
Nokkrar vísur eftir Kristján Ólason
Karl Kristjánsson, alþingismaSur, flutti
í fyrravetur í útvarpinu þátt af lausavís-
um eftir Kristján Ólason, skrifstofustjóra
á Húsavík.
ÁSur en K.K. hóf lestur vísnanna, gerSi
hann svohljóSandi grein fyrir höfundinum:
„Kristján Ólason er 65 ára. Hann cr
náfrændi Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds.
BáSir eru þeir komnir út af Hallbjarnar-
staSa-Sveini GuSmundssyni, sem var merk-
ur maSur og skáldmæltur vel. Kristján
Fjallaskáld var 2. maSur frá Sveini, en
Kristján Ólason 4. maSur.
Náfrændi Kristjáns Ólasonar af sömu
ætt var hinn heimsfrægd rithöfundur Jón
Sveinsson, sem Nonna-bækurnar eru eftir.
Kristján Ólason hefir ort mikiS af
lausavísum, en orSiS þaS á í því sambandi
líkt og mörgum aS skrifa þær ekki niSur
til aS forSa þeim frá gleymsku. Fáum hefir
hann líka sagt vísur sínar, því hann er
tnaSur dulur. Þær heimtast þess vegna illa,
þó aS eftir sé leitaS.
Smalaminnig mannsins, sem
íluttist á mölina.
Aldrei máist minni úr
morgunglaði kórínn.
Eða hversu eftir skúr
angaði viðarmórinn.
Eftirmœli um hinn skjótráða.
Þó að hann sé fallinn frá,
fólkið ber í minni
viðbrögð snögg og oftast á
undan hugsuninni.
Einstaka vísa hefir samt sloppiS frá
honum, eins og fugl úr búri, flogiS viSa.
Kristján er afar vandvirkur á kveSskap
sinn, fágar liann, velur orS af nákvæmni og
hnitmiSar líkingar. Tekst honum oft aS
segja meira í einni ferskeytlu en ýmsum
öSrum í löngu kvæSi. Skáldskapur hans
svarar til verka listfengs gullsmiSs en
ekki stórvirks múrarameistara. Og af
þessu leiSir, aS vísur hans verSur aS skoSa
meS nákvæmni eins og gripi í búS gull-
smiSsins.
Kristján er einn þeirra manna, sem
sannar þaS, aS hin alþýSlega íþrótt lausa-
vísnagerSin, er til svo mikils hæf, aS ein
lítil ferskeytla getur, ef vel er á haldið,
speglaS stóran heim mannlegra tilfinninga,
skilnings og lífssanninda."
Hér á eftir fara svo nokkrar vísur eftir
Kristján Ólason. Hefir Karl Kristjánsson
útvegað þær til birtingar í Félagsbréfum.
Sláttumaður.
Heldur urðu hey þín smá
hér í þessu lífi,
þrátt fyrir afbragðs lipran ljá
í lyga- og bragðaþýfi.
Hinir efnalausu.
Aðdáun og undrun hafa
aukið hjá mér jafnt og þétt,
þeir, sem aldrei eru í vafa
og alltaf vita, hvað er rétt.