Félagsbréf - 01.12.1960, Page 45
félagsbréf
43
Hvers vegna?
Góða, mjúka, gróna jörð,
grœn og fögur sýnum,
hví er alltaf einhver hörð
arða í skónum mínum?
Sdttur við lífið. — Furða hvað
úr því hafðist.
Hyggst ég sáttur héðan frá
hverfast brátt í rykið.
Lengi mátti litlu á
lifa hátt og mikið.
Sigling að enda.
Stríkka gerði stag og kló,
stórum herðir rokið,
minni ferð um saltan sjó
senn er að verða lokið.
Þó að lífssöknuðurinn sé áber-
andi í vísum Kristjáns Ólasonar
— eins og þið hafið heyrt — þá
leynir sér ekki, að strengur gleð-
innar er nálœgur.
Þegar víkur vetrarnótt
og vorsins fuglar klifa,
gömlum manni getur þótt
gaman enn að lifa.
Sannleikurinn er, að sá einn
kann að fagna vel, sem veit hvað
söknuður er — og Kristján
kveður:
Yfir landið leggur spor
léttstíg golan hlýja.
Komdu blessað, blessað vor
og „berðu mig upp til skýja."