Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 49

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 49
félagsbréf 47 Þetta er langmesta nauðsynjamál íslenzkrar leiklistar. Hér á landi getur aldrei skapazt neitt, sem með réttu getur talizt íslenzk leiklist fyrr en við «ignumst leikbókmenntir, sem byggðar eru á lífi og starfi lifandi fólks í landinu. Söguleg leikrit eru vissulega góðra gjalda verð; en það er fyrst og fremst samtíð okkar og vandamál hennar, sem við þurfum að geta brugðið upp á leiksviðinu á skyggnan og skáldlegan hátt. — Beztu rithöf- undar okkar hafa verið ragir eða ófáanlegir til að ráðast út á þessa hálu braut; enda verður ekki sagt með sanni, að það hafi verið þeim beinlínis hvatning að sjá, hverja útreið 'þeir höfundar hafa fengið í blöðum, sem af meiri djörfung en reynslu hafa riðið á vaðið. Er illt til þess að vita, hversu miskunnarlaus harka hefur einkennt dóma margra gagnrýnenda um sumar tilraunir í íslenzkri leikritagerð undanfarin ár. Við verðum að sætta okkur við það, að þessi verk séu að ýmsu leyti ófullkomin fyrst í stað. Það cr skylda okkar að hlúa að þessum veika gróðri, að hvetja en ekki letja. Hér er of mikið í húfi. Einhver segir nú e.t.v.: enginn verður óbarinn biskup! Satt er það; en það má þó ekki berja allan kjark úr mönnum, þegar þeir eru að feta sig fyrstu sporin út á mjög vandasamt svið bókmennta. Hér er vitanlega átt við höfunda, sem sýna þá spretti í leikritagerð, að einhvers megi af þeim vænta með aukinni reynslu. Afleiðingar þessarar stefnu gagn- fýnenda hafa m. a. þegar komið í ljós í því, að Þjóðleikhúsið dirfist nú tæplega lengur að leggja í þá áhættu að velja nýtt íslenzkt leikrit til sýn- ingar, eftir að tilraunir þess í þeim efnum hafa hingað til verið kæfðar í fæðingunni með harkalegum leikdómum blaðanna. Vitanlega verður Þjóðleikhúsið að gæta hér sóma síns og taka ekki til sýninga leikrit, þó íslenzk séu, sem ekki geta talizt standast lágmarks- kröfur; en hitt er annað mál, að efnilegir höfundar, sem hafa í smíðum ieikrit, sem einhvers virði þykja, ættu að geta snúið sér til leikhússins urn taeknilega aðstoð og ráðleggingar í sambandi við byggingu leikrits o.þ.h. Höfundar geta ekki ætlazt til þess, að leikstjórar takist slíkt verk á hendur nokkrum vikum fyrir sýningar. Þeir hafa þá allt öðrum hnöppum að Eneppa, enda krefst slík samvinna miklu lengri tíma. Hér þarf því að vera fyrir hendi sérstakur tæknilegur ráðunautur, sem hefur góðan tíma «1 að sinna þessu, enda er slíkt algengt við erlend leikhús. En það er ekki nóg fyrir okkur, leikhúsmenn, að hrópa á góð, íslenzk Jeikrit til sýninga. Við verðum að sýna, að okkur sé alvara með því að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.