Félagsbréf - 01.12.1960, Side 52

Félagsbréf - 01.12.1960, Side 52
50 FÉLAGSBRÉF að etatsráð M[agnús] Stephensen væri orsök og undirrót til alls þess er hann hefði sér fyrirtekið hér.“ — Þetta er und- irstrikað með blýanti í handritinu, hvort það er gert af höfundi sjálfum eða síðar er ekki hægt að ráða. En hitt tel ég hik- laust, að hér sé einmitt lýst aðferð Jör- undar til að ná tangarhaldi á íslenzkum embættismönnum með því að vekja tor- tryggni á þeim. Stundum er orðalag síra Gunnars all- óljóst og á nokkrum stöðum sennilega dulmál. Tel ég þetta stafi af því, að til- gangur hans með ritun dagbókarinnar hafi verið sá að geta glöggvað sig á at burðunum síðar, ef hann þyrfti á einhvern hátt að gefa skýrslu um þjónustu sína hjá Jörundi. En til þess kom ekki svo ég viti. Af þessum orsökum eru atriði i dag- bókinni óskýranleg með öllu, höfundur- inn einn hefur skilið þau, og til þess kom aldrei að hann leysti þær rúnir. Dagbók síra Gunnars hefur verið notuð af dr. Jóni Þorkelssyni er hann reit Sögu Jörundar hundadagakóngs, er kom ut í Kaupmannahöfn 1892, og af dr. Helga I’- Briem í Sjálfstæði íslands 1809, er kom út í Reykjavík 1936. Báðir þessir ágætu fræðimenn taka orðréttar tilvitnanir úr handriti síra Gunnars, en á stundum hafa þeir ekki lesið eins. Dagbókin er varðveitt i eiginliandarriti síra Gunnars, Lbs. 1135, 8vo í Landsbóka- safni íslands. Er hún rituð heldur smárri hendi og á stundum allvont að lesa. —" Sennilegt tel ég, uð liann hafi ritað mein liluta daghókarinnar jafnóðum sér til minnis og fróðleiks, og fyrst og fremst í þeim tilgangi, sem ég hef þegar vikið að. Þó er á nokkrum stöðum ekki rett dagaröð og eyður eins og ætlað hafi ver- ið að ba-ta inn í síðar. Getur þetta hvort tveggja verið eðlilegt, þó að um venju- lega dagbók sé að ræða. Dagbókin er hér gefin út eins nákvæmlega og ég hafði tök á, en stafsetningu og greinarmerkjum er snúið til þess sem nú tíðkast. Jún Gíslason.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.