Félagsbréf - 01.12.1960, Side 53

Félagsbréf - 01.12.1960, Side 53
Dagbók Gunnars Gunnarssonar biskupssveins, síðar prests í Lauíási lón Gíslason bjó til prentunar og ritaSi skýringar 21. júní 1809 kom eitt til stríðs útbúið enskt skip með [27]1 manns. t*að var hlaðið af aðskiljanlegum vörum, á því var Jörgensen2 og 2 náttúru- ^koðarar, sem ætla að reisa um landið, að nöfnum Vancouver3 og Hooker4. ^ar þar og með reiðarinn, eigandi þessarar höndlunar, sem heitir Phelps5. Skipsins kapteinn nefnist Liston6. 25. s. m. um eftirmiðdag hérum kl. 2 komu 13 manns af því sama skipi 'vopnaðir með byssum og korðum í land og slógu skilvakt fyrir utan dyrn- ar á greifahúsinu, hvör útaf öðrum, en yfirmenn Jörgensen, Savignac7 [ogj Phelps fóru inn til hans, þar sem hann sat á sínum kontoir að skrifa. Hérum að tíma liðnum kom kaptaininn út og skipaði matrósunum jafn- tnörgum sín hvörju megin við húsútganginn, og eftir lítinn tíma kom greifinn8 út í sinni fullu mundering með fylgd af kaptaininum og Jörgen- Phelps og Savignac. og flestum matrósunum og fóru um borð á enska skipið. Nokkru seinna var það enska flagg hafið á greifa skipinu Orion upp- yfir hið danska, sem áður var, og ekki þó niður tekið. AS þessu skénu gekk biskup Vídalín9 fyrir Jörgensen og bað hann, að greifinn mætti koma 1 land og vera hér nóttina yfir til að ráðstafa sínu, en skyldi halda sig ^eS 2 sonu sína sem gísla í millitíð. Þess var enginn kostur uppá nokkurn kátt. Savignac, sem mætti landfógetanum10 niður á götunum, sagði honurn að fara strax heim aftur og ekki hreyfa sig útaf húsinu. Þeir komu svo hl hans og læstu kontoirinum og tóku lykilinn með sér, en greifakon- ’oirinum læstu og forsigluðu þeir báða, áður með hann um borS fóru. nóttina var hér vakt af engelskum haldin. Allir gengu vopnaðir af beim ensku á meðan á þessu stóð nema Jörgensen einn. Allar auglýsingar l^ndfógetans og greifans reif Savignac niður um kvöldið.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.