Félagsbréf - 01.12.1960, Page 62

Félagsbréf - 01.12.1960, Page 62
Þjóðskáld íslendinga hœkkar enn ílugið Með nýrri ljóðabók „í DÖGUN“ hefur enn borizt ferskur tónn inn í íslenzkan ljóðskáldskap „að norðan.“ Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hefur aldrei verið yngri en nú, aldrei 'þróttmeiri. „OPNIÐ DYRNAR ÚT I BYLINN“ gætu verið einkunnarorð fyrir þessari nýju bók skáldsins, en ljóðlínan er úr hinu stórbrotna og karlmannlega ádeilukvæði „Klakastíflur“, sem ort mun vera síðastliðinn vetur í kulda og myrkri er „Klakabrynjan köld og þröng kæfir fljótsins gleðisöng.“ í þessum nýju kvæðum birtist dýpri og lotningarfyllri ást á landi og þjóð, einkum mannlegu eðli, en nokkru sinni fyrr og þau eru yfirfljótandi að mannlegri speki, klædd í búning sem allir menn skilja. Þó ádeilan á stertilmennsku og sérhlífni sé mjög ríkjandi í þessari bók er hún fyrst og fremst óður göfugs og heilbrigðs manns til ættjarðarinnar og fólksins í landinu. Sjálfkjörin jólabók handa ungum sem gömlum. I bókinni eru um 70 ný kvæði og hefur ekkert þeirra birzt áður, aftan á kápu er litmynd af skáldinu, tekin á tröppunum á húsi hans á Akureyri og sér yfir Eyjafjörðinn. Bókin kostar aðeins 194.00 kr. í níðsterku bandi. Áskrifendur að verkum skáldsins vitji bóka sinna í Unuhús.—- Nokkur sett eru til af heildarútgáfunni. HELGAFELL UNUHtJSI. — SÍMI 16837

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.