Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 65

Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 65
félagsbréf 63 unglinga er rakinn og inn i ]>á frásögn °fiS kenningum um aðdraganda og or- sakir hugsýki. Lýst er úrræðum og hátt- nrnismvndum hugsýkissjúklinga, rætt um Rynlif, starf og afstöSu, stuttlega skýrt frá hefShundinni flokkun hugsýkisfyrir- f'æra, og loks er gerS grein fyrir helztu aðferðum, sem heitt er við sállækningar. Höfundur ritar tiltölulega rækilega um nokkur sálfræðileg hugtök, sem runnin nru frá Freud og fylgjendur hans beita nijög í geðfræði, einkum vitundarsviðin 'brjú, dulvitund, forvitund og meðvitund, °g jafnmarga persónuleikaþætti, frum- sjálf, sjálf og yfirsjálf. Að skoðun höfundav fer mikill hluti hugarstarfsins fram í fylgsni dulvitundarinnar, er með öðrum orðum dulvitað eða óvitað, gleymt (unbe- 'vust). Dulvitaðar tilfinningar og hugs- anavenjur, sem smám sarnan hafa orðið til fyrir áhrif umhverfis í víðustu merk- 'ngu þess orðs, ráða miklu meira um við'- horf og skoðanir, samúð og andúð, at- hafnir og hátterni en flesta grunar, oft þvert ofan i heilbrigða skynsemi. Um þetta segir höfundur meðal annars svo: >,Hversu mikið, sem hver einstaklingur kann að vita um tilfinningalíf sitt, er hitt þó langtum meira, sem honum er hulið og grafið er djúpt í dulvitund hans, en er eigi að síður starfandi, sívakandi lind nýrra afstaðna og athafna.“ Ekki er ólíklegt, að þessi boðskapur konti ntörgum hér á óvart, enda munu flestir trúa því um sjálfa sig, að skynsemin raði miklu meira um skoðanir þeirra og athafnir en tilfinningar. Langt er síðan vitrir menn töldu sig vita, að dulvitað hugarstarf færi fram, en Freud varS fyrst- nr til að kanna það skipulega og móta um það kenningar, og nú mun enginn fræði- tuaður afneita þessum þætti hugarstarf- seminnar. Hins vegar ætla ýmsir að Freud- sinnar geri manninn að meiri leiksoppi dulvitaðra afla en réttmætt sé, og benda á, að skynsemi og innsýn geti orkað til baka á hið dulvitaða. í köflunum um andlegan þroskaferil barna og unglinga sýnir höfundur fram á, hvernig umhverfiS tekur þegar að orka á barn og aðlaga það kröfum foreldra og þess samfélags, sem það vex upp í. — Við fæðingu hefst nú barátta, sem ekki linnir síðan, milli frumstæðra hvata, til- finninga og óska, sem krefjast fullnæg- ingar, — og umhverfisins, sem heimtar tiltekin hegðunarform, viðhorf og siða- skoðanir. Undir því, hvernig málamiðlun tekst milli þessara andstæðu afla, er komin geðheilsa einstaklings um ævina, 'þó að vitanlega komi þar einnig til með- fa’ddir ágallar, sjúkdómar og slys, sem heft geta heilbrigða þróun. Þegar barn verður fyrir endurtekinni sárri reynslu vegna tilgerða uppalenda eða annarra, sem það á mikið undir, eru hinar sárs- aukafullu minningar bældar, þ.e. reknar niður í dulvitundina, og þessu bæling- arstarfi er haldið áfram alla ævi, af sams konar tilefni. En þótt minningar um sára reynslu séu geymdar í dulvitund- inni, lifa þær eftir sem áður góðu lifi, verða að tilfinningahnút, sem höfundur kallar svo, virku afli í sálarlífinu, sem gctur orðið sífelld uppspretta þenslu og kvíðni og brotizt út í margvíslegum hug- sýkisviðbrögðum, ýmist aðallega með and- legum einkennum eða aðallega likamleg- um. l’reud-sinnar rekja upptök hugsýki til bernskureynslu. Aðrir telja, að langvinnt hugarstríð síðar á ævi, vakið af aðstæð- um, sem mönnum er um megn að breyta, geti valdið sams konar sjúklegum við- brögðum, þótt geðheilsa hafi fram til þess verið góð. Reynsla, t.d. í styrjöldum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.