Félagsbréf - 01.12.1960, Síða 77
félagsbréf
75
'unpu hans, svo að hann varð að hjarg-
ast við misjafnlega góða latínu eða túlk.
Auðvitað er fléttað inn í dagbókina
ymsu um náttúru landsins, sem þeir fó-
lagar voru að kanna, en yfirgnæfandi er
það, sem skiptir raunar meira máli fyrir
nútímalesandann, nefnilega margvíslegar
upplýsingar um einstaka menn og lands-
-siði, séð með glöggu gestsauga dr. Hol-
lands. Þeir félagar dvöldu alllengi í
Revkjavík og nágrenni, og kynnist les-
andi dagbókarinnar ýmsu um embættis-
niannastéttina þar, sem þeir höfðu mest
niök við, veizlum, dansleikjum, kirkjuat-
höfnum, sjúkravitjunum og fleiru. Þá
segir frá ferðunt þeirra um Borgarfjörð
°g Snæfellsnes og loks um Suðurland
austur að Hlíðarenda I Fljótshlíð. Þeir
félagar áðu ætlð á kirkjustöðum og gisiu
'iðast I kirkjunum, sem munu hafa verið
helittu hyggingarnar, þó að það gæti jafn-
'el hrngðið til beggja vona, en nálega
alls staðar var þeim tekið með þeirri gest-
nisni. sem fátækt fólk gat frekast sýnt.
Höfundi dagbókarinnar eru ljósar binar
niiklu mótsetningar, gott eðlisfar þjóðav-
tnnar annars vegar og á binn bóginn
getuleysi hennar, og afstaða hans til þjóð-
arinnar *er í hvívetna vinsamleg, en les-
andanum hlýtur að renna til rifja það
astand, sem ríkti I landinu á þessum tíma,
þó að stundum sé það í frásögninni nán-
ast grátbroslegt, til dæmis þegar höfðingj
arnir ríða fákum sínunt við eitt ístað. En
þrátt fyrir allt finnur dr. Holland gull i
nrörpu fátæku breysi, líf, sem reynt er að
hefja til virðingar við fádæma erfiðar
°g niðurlægjandi kringumstæður.
Ekki hefur þó dr. Holland getað eða
viljað skilja suma beztu menn fslands,
sem uppi voru á þessum tíma, þrátt fyrir
skarpskyggni sína. A þetta einkum við
um feðgana, Ólaf og Magnús Stephensen.
1 lýsingunni á þeim dregur dr. Holland
svo mjög fram raupsemi þeirra og hé-
gómaskap, einkum Magnúsar, að hinir
miklu kostir hverfa unt of í skuggann,
þó að hann komizt ekki hjá að geta mtk-
illar rausnarsemi þeirra feðga og afburða-
gáfna og menntunar Magnúsar. Utgef-
andi bendir raunar á i formála, að Magnús
liafi líklega verið affluttur við þá félaga
áður en þeir gátu mótað sér sjálfstæða
skoðun á honurn.
Þrátt fyrir allt hefur ísland tekið dr.
Holland sterkum tökum, og það lýsir sér
i því meðal annars, að hann tekst hingað
ferð á hendur í elli sinni eftir langa og
starfarika ævi til að endurnýja forn kynni,
og er stuttur kafli um þá ferð prentaður
aftan við dagbókina hans.
Steindór Steindórsson yfirkennari hefur
þýtt dagbókina og séð um útgáfu henn-
ar. Er þýðing hans hin læsilegasta. Hann
skrifar og ítarlegan formála um hina
skozku leiðangursmenn og skýringar við
ýmsa staði dagbókarinnar, sem auka gildi
hennar. Þá er bókin einnig skreytt ágæt-
um teikningum eftir þá félaga. Hefur
Steindór lagt mikla alúð við þetta verk,
enda er árangurinn sá, að bókin er mjög
læsileg og aðgengileg almennum lesanda
og veitir margvíslegar upplýsingar um
menn og málefni á íslandi fyrir 150 árum.
Andrés Björnsson.