Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 81
FÉLAGSBRÉF
79
þursa til þess að flytja ólöglegan smygl-
varning inneftir til Reykjavíkur. Gengur
einfeldni hans gagnvart þessu fólki svo
langt, aS lesandanum þykir brátt nóg um
og missir alla þolinmæSi gagnvart söguhetj-
unni. Veruleikagildi sögunnar fer meS
öSrum orSum meira og minna út um þúf-
ur og engu líkara en höfundurinn vilji
iáta mann trúa því, aS hór hafi ekki veriS
til maurapúkar, okrarar, braskarar og
samvizkulaus illmenni fyrr en erlendur
her fluttist hingaS til lands.
Stíll sögu þessarar er mjög einfaldur í
sniSum, nokkuS krappur og stuttaralegur.
Hvergi bregSur fyrir brosi eSa kímni, og
ekki er laust viS, aS höfundurinn sé hálf
luntalegur og napur út í tilveruna, og aS
sumu leyti á sagan aS vera þjóSfélags-
adeila, sem þó missir marks, og ekki er
hægt aS kvarta yfir því, aS Helga Jón
skorti atvinnu og há laun hjá höfundi,
þegar suSur kemur.
Tilgangur Helga Jóns meS því aS flytja
suSur úr litla sjávarþorpinu var sá aS
vinna sér inn mikla peninga og eignast
íbúS, svo aS hann geti tekiS barn þaS,
sem hann átti meS ekkjunni GuSnýju,
suSur til sín og kvongast, líklegast Siggu
litlu, sem þá fengi einnig tækifæri til
þess aS læra dans, eins og hún hefur
þráS. Hann heldur því aftur til þorpsins
aS sækja drenginn og stíga í vænginn viS
Siggu, en GuSný bara hlær aS honum og
segir, aS sig muni nú ekki mikiS um aS
bæta á sig einum króanum enn, en Sigga
veifar bonum glaSlega og gengur niSur-
lút á brott frá honum. Þannig endar þá
þessi stutta saga um manninn, sem steig
ofan á höndina á sér, og getur maSur
varla varist þeirri hugsun, aS hún fái
tæplega risiS undir hinu langa og orS-
margra nafni, sem höfundurinn hefur
valiS henni.
Þór'Sur Einarsson.