Félagsbréf - 01.03.1961, Page 27

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 27
félagsbréf 17 Engel Eund og dr. Ferdinand Rauter III. Ef þið skylduð einhvern tíma koma inn í Reykjavíkur Apótek, á horn- mu á Austurstræti og Pósthússtræti, skuluð þið líta á vegginn, þar sem er skrá yfir eigendur þessa apóteks frá upphafi. Um langan tíma voru þeir allir danskir. Þeir keyptu apótekið og komu hingað,. græddu talsvert fé, seldu apótekið, fóru aftur til Danmerkur og keyptu þar annað o.s.frv. Þeir voru hér gestir, og fáir muna nú eftir neinum þeirra. Einn af þessum gestum hét Michael Lund og var hér á árunum 1899 til 1911. Hann var ungur maður, þegar hann kom hingað og er enn á lífi í Danmörku. Hann þótti góður lyfsali og góður maður. Þau hjónin eignuð- ust hér marga vini, en flestir þeirra eru nú úr sögunni og yngri kynslóð- lrnar hafa varla heyrt þau nefnd. Samt urðu merkilegar afleiðingar af tlvöl þeirra í Reykjavík. Systir frú Lund, fröken Georgia Hoff-Hansen, trúlofaðist ungum íslenzkum stúdent, Sveini Björnssyni, og það atvikaðist

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.