Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 28
18
FÉLAGSBRÉF
svo, að hún varð fyrsta forsetafrú íslands. Og árið eftir að þau apótekara-
hjónin settust að í gamla timburhúsinu, sem þá var Reykjavíkur Apótek
og stendur enn við Austurvöll á horni Thorvaldsensstrætis og Kirkjustrætis,
fæddist þeim dóttir, sem var skírð Engel og kölluð Gagga og ég hef verið
að segja ykkur frá.
Þó að þau apótekarahjónin lærðu bæði talsvert í islenzku, var þetta
vitanlega danskt heimili. Þar var töluð danska, alltaf gert ráð fyrir að fara
aftur til Danmerkur og Gagga var látin ganga í Landakotsskólann, þar sem
mestallt var kennt á dönsku. Hún lærði samt íslenzku, af íslenzkum stúlkum,
sem voru í húsinu, og af krökkum á sínu reki. Þau Henrik bróðir hennar,
sem var tveimur árum yngri en hún og kallaður Dengsi, töluðu alltaf ís-
lenzku sín á milli. Litlu stúlkunni í Apótekinu þótti ákaflega gaman að
vera á íslandi, en henni hefði sjálfsagt þótt gaman að lifa, hvar sem hún
hefði verið. Hún var stundum á sumrin á Eyrarbakka, kom einu sinni til
Þingvalla, en sá annars ekkert af landinu nema það, sem sést úr Reykjavík
og er reyndar ekki svo lítið. Og hún vissi í rauninni ekki um, hvað hún var
að eignast, og því 'síður, hvað var að eignast hana, fyrr en hún var komin
burtu. Þá urðu endurminningarnar frá Reykjavík henni mjög dýrmætar,
bæði stórar og smáar, um Esjuna og öll fjöllin, um lambið, sem þau Dengsi
höfðu fengið til að leika sér við eitt sumar, iþangað til það var allt í
einu orðið svo stórt, að þau réðu ekkert við það, — um íslenzka matinn,
sem henni hafði þótt svo góður, að hún gat ekki gleymt því, um stúlkurnar,
sem höfðu verið á beimilinu, leiksystkinin og margt fleira. Þau Dengsi
héldu áfram að tala íslenzku í Danmörku, meðan þau voru saman heima,
og þau voru kölluð þar íslenzkir krakkar, eins og þau höfðu verið kölluð
danskir krakkar í Reykjavík. Þau vildu ekki gleyma. En þegar þau stækk-
uðu, var erfitt fyrir þau að finna orð fyrir hugsanir sínar, af því að þau
kunnu ekki nema barnamál og höfðu engar íslenzkar bækur. Svo fór Dengsi
að gleyma íslenzkunni, eftir að Gagga fór að heiman til að ganga í skóla,
enda var hann yngri og kunni minna, þegar hann fór héðan. En þau syst-
kinin hafa alltaf verið dálítið feimin að tala dönsku hvort við annað.
Gagga gekk í menntaskóla og varð stúdent 19 ára gömul. Þá fékk hún
að fara heim til Islands í kynnisför til móðursystur sinnar. Skipið fór
norður fyrir land. Það kom upp að norðausturströndinni í svartaþoku.
Gagga stóð uppi á þilfari og mændi í áttina til lands, en sá' ekkert. „Hvaða
hljóð var þetta?“ spurði hún einn samferðamanninn. „Það er kýr að baula