Félagsbréf - 01.03.1961, Page 31

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 31
FÉLAGSBRÉF 21 fyrir öllu, sem hann hefur fengið frá öðrum, til að eiga það með öllum rétti. Og — hann á í rauninni aldrei neitt nema það, sem hann er. V. Þrátt fyrir hið geysimikla úrval ljóða og laga frá ýmsum löndum, sem Gagga kann að syngja, og allar þær tilbreytingar, sem hún getur gert á söngskrá sinni, hefur hún aldrei svo þjóðlagakvöld, að hún syngi ekki einhver Gyðingalög — og íslenzk lög. Og eitt er það, sem áheyrendur hennar hér á landi verða að fara á mis við: að heyra, hvernig hún flytur formálana að þessum íslenzku lögum i öðrum löndum. Þá tekst henni veru- lega upp. Öll ást hennar á Islandi og endurminningunum þaðan gerir þá formála óvenjulega hrífandi. Þegar hún lét gefa út í Englandi sýnishorn þeirra þjóðlaga, sem hún syngur, setti hún íslenzkt lag, StóSum tvö í túni, fremst í bókina. Hún gleymir aldrei að láta þess getið, að hún sé borin og barnfædd á íslandi, og hún er oft blátt áfram kölluð „hin fræga íslenzka söngkona.“ Einu sinni hafði hún í auglýsingu í Þýzkalandi verið kölluð „íslenzki næturgalinn“. Hún gerði skemmtilega athugasemd um þetta næsta skipti, sem hún söng: „Ég er enginn næturgali, og á ís- landi eru engir næturgalar. En ef þið viljið endilega kalla mig fugl, þá skuluð þið kalla mig mávinn úr NorSurhöjum.“ , Eins og geta má nærri, dettur Göggu ekki í hug að afneita sínu danska þjóðerni og föðurlandi. En landið, sem fóstraði hana í barnæsku, á svo djúp ítök í hjarta hennar, að henni finnst hún aldrei geta goldið því þakk- arskuld sína nógu rækilega. Ilún hefur áreiðanlega borið nafn Islands víð- ar en flestir aðrir og alltaf á þann hátt, að það hefur varpað ljóma á land og þjóð. Við íslendingar þurfum ekki að hafa vonda samvizku af því, þó að aðrir steli Göggu handa okkur við og við. Það er ekki nema lítil uppbót fyrir það, hvað mörgu hefur verið stolið frá okkur. Og það er Iíka mikið til í því, að Gagga Lund sé íslenzk. Hún hefur að vísu sínar meðfæddu gáfur frá foreldrum sínum, dönskum forfeðrum og formæðrum. En hún hefði aldrei orðið það sama, sem hún er, ef hún hefði ekki verið hér á Islandi á barnsaldri. Gagga hefur alls staðar vakið undrun manna með hæfileikum sínum að læra og tala tungumál. Auðvitað hefur hún að upplagi verið mjög næm á þetta. Meðal annars er alveg furðulegt, að hún skuli hafa haldið íslenzkunni svona vel við, eins ung og hún var, þegar hún fór héðan, eins slæm skilyrði

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.