Félagsbréf - 01.10.1962, Side 9

Félagsbréf - 01.10.1962, Side 9
ODYSSEIFUR Loks hef ég hlýtt á Sírenurnar syngja. Söngvum var ég fanginn djöfullegs mcrttar. Banvœna fegurð drakk ég með eigin eyrum. Loks hef ég hlýtt á Sírenurnar syngja. Sœrótið dunar að nýju. Og Iþaka bíður mitt ríki, mín höll, minn snarkandi arineldur. Og veit: Sá einn sem vœddur er guðlegri kœnsku má voga sér í nánd þeirra, megnar að hlusta án þess að glatast, gista hið blómvaxna engi. Eg sem hef hlýtt á Sírenurnar syngja mun senn koma úr hafi, una kyrrlátum ströndum með seiðmáttkar raddir runnar mér í blóð.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.