Félagsbréf - 01.10.1962, Side 18

Félagsbréf - 01.10.1962, Side 18
14 FÉLAGSBRÉF sem stóðu í lítilli þyrpingu, kvaddi trúboðinn dyra. Á móti honum tóku aðal- lega krakkar sem hrópuðu inn í húsið: Það er hérna maður að selja bækur. Og fram staulaðist þá eitthvert gamalmennið, enda var flest vaxið fólk uppi við réttina. Trúboðinn bauð Hörpu Guðs, einnig seldi hann Skríður til skarar, Hvar eru hinir framliðnu? og Hverfum til guðsríkis; krökkunum gaf hann biblíu- myndir. Koma trúboðans var þeim mikill viðburður. Þau eltu hann hvert sem hann fór. í hópi þeirra var unglingurinn. Rétt í því að trúboðinn lauk húsvitjaninni tók að rigna, hann flýtti sér því að torginu ásamt krakkahópnum, lagði kassann á jörðina, steig upp á hann og hélt þrumandi ræðu en stutta um spillingu æskunnar og heimsendi. Á eftir ræðunni útbýtti hann fleiri biblíumyndum, en flýtti sér því næst að setja á sig kassann og hljóp við fót eftir troðningi sem lá að efrihúsunum. Af efrihúsunum heimsótti trúboðinn jafnan fyrst hús meðhjálparans. Þangað fór hann alltaf í kaffi, sú venja hafði komizt á vegna fjalarbrotsins, og hélzt enn þótt strákur meðhjálparans væri löngu farinn að heiman og lítil von um að brolið mundi nokkurntíma upplýsast. Hann gekk rakleitt inn í ganginn án þess að berja að dyrum. Meðan hann tók af sér kassann heyrðist fótatak innan úr húsinu. Kona birtist í dyrum inn af ganginum. Hún sagði: Alltaf getur maður átt von á þér með haustinu. Láttu mig hafa teppið þitt, ég skal breiða það á stagið fyrir ofan eldavélina. Trúboðinn rétti konunni teppið, skorðaði síðan kassann í einu horninu, leysti töskuna frá honum og gekk inn í eldhúsið þar sem konan hafði lagt á borð og hellt kaffi í bolla. Á borðinu, auk bolla trúboðans, voru fjórir bollar og mjólk- urglas. Einnig tók konan fram sérstakan bakka fyrir gestinn og hlóð hann kleinum og kringlum. Trúboðinn settist þegjandi við borðið. Þú kemur alltaf á haustin, Jafet minn. Maður getur varla hugsað sér haustið án þín. Að þessu sögðu dró hún fram stól, og setti hann hjá glugganum og tók fram prjóna. Trúboðinn svaraði engu. Hann horfði sljóum augum á konuna og muðl- aði á kringlubita. Töskuna geymdi hann velskorðaða á milli fótanna. Stundum hvörfluðu augu hans að teppinu sem draup úr yfir eldavélinni. Fyrst hann anzaði engu sagði konan: Ég frétti að þú værir kominn; allt fréttist. Og hvað ertu annars búinn að koma hér í mörg ár, þau eru víst nokkur? Frá 1930, — árinu sem ég kom, sagði trúboðinn og horfði á konuna prjóna. í sautján ár. Ég hef tæplega verið fertug. En hvað tíminn líður og allt breyt- ist, — bæði mennirnir og annað.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.