Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 23
FÉLAGSBRÉF
19
Hann er ekki saklaus, sagði trúboðinn og skalf af geðshræringu. Hann braut
kassann og enginn annar.
Heyrirðu! sagði bílstjórinn. Ég gæti brotið þennan helvítis kassa frammi
fyrir öllum heiminum. Sveinn, farðu og brjóttu hann!
Nei, sagði konan. Vertu ekki alltaf að hrekkja og hvefsa.
Syndir feðranna koma niður á börnunum, sagði trúboðinn.
Við Harmagedon hildarleikinn? spurði bílstjórinn hæðnislega.
Vertu ekkert að hæðast að því. Guð mun eyða jörðinni og öllum ranglát-
um, sagði trúboðinn lágt og með áherzlu.
Maður getur svosem búizt við öllu í þessum heimi, — eftir öll þessi stríð
og ósköp -—- og vonzku mannanna. En í hreinskilni sagt, heldurðu að verði
heimsendir? spurði konan.
Ég hef spáð því. Trúboðinn var drjúgur í röddinni.
Bílstjórinn hló og sötraði kaffið úr bollanum. Hann sagði: Spá og spá.
Allir geta spáð út í loftið. Það er bara fuglaspá. Við þessa athugasemd sína
skellihló hann og barði í borðið.
Ég vil að komi heimsendir, vegna þess að ég hef spáð því. Mitt trúarfélag
hefur spáð því sama. Slíkt skal reynast sannleikur.
Bílstjórinn hló nú svo að kaffið frussaðist út úr honum yfir borðið. Konan
horfði stöðugt á trúboðann. Unglingurinn horfði einnig á hann með galopnum
augum og gleymdi að bryðja molann. Konan seildist eftir tusku og þurrkaði
kaffisletturnar af borðinu. Hún sagði við unglinginn: Bryddu molann svo
hann hrökki ekki ofan í þig.
Jæja, sagði bílstjórinn og jafnaði sig. Hann sneri sér að konunni og mælti.
Ég man ekki betur en þú segðir að trúarfélag hans væri ekki til lengur, eftir
að þú fannst þennan fræga pening.
Það veit ég ekkert um, svaraði konan. Ég skil ósköp vel að fólk vilji láta
spádóma sína koma fram. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Ég á samt
erfitt með að sætta mig við algeran heimsendi.
0, hann verður, sagði trúboðinn. Engum verður hlíft.
Ég nenni ekki þessari vitleysu, sagði bílstjórinn allt í einu og reis upp frá
borðinu.
Þú hefur ekki einu sinni frið til að drekka kaffið þitt, sagði konan. Hvað
liggur þér á út í þetta hundaveður?
Ætlar þú að keyra bíl sláturfélagsins? spurði bílstjórinn. Það er eins gott
að koma því í sláturhúsið áður en Harmagedon hildarleikurinn skellur á. Um
leið var hann rokinn út og hafði skellt á eftir sér hurðinni.