Félagsbréf - 01.10.1962, Page 33
SVEINN EINAPSSON'
Helgríma og lystigarður
Um smnska skáldið H/almar Gullberg.
I.
Miðjarðarhafið. Uppspretta æskunnar.
Vagga Venusar, gröf Saffóar. Úti við
eyjar blár gnæfa rústir Poseidonhofs-
ins. Nú er ekki lengur fagnað eða
syrgt við fórnarstall sjávarguðsins.
Níu sólviðraðar marmarasúlur standa
til minningar um sögu hans.
í slíku umhverfi hittum við oft fyr-
ir sænska skáldið Hjalmar Gullberg.
Rústir finnur þú hvarvetna í heimin-
um, en engin er þessari lík að fegurð.
Og steinninn fær mál, súlnaröðin verð-
ur að hörpu, sem leikur hið eilífa
lag hafsins. En skáldinu er ekki nóg
að hlýða á hljóm liðinnar eilífðar:
Megi þitt verk, frá morgni að kveldi
mannlifs í vanda um farnað sinn,
ljóma við himin liðins tíma
löngu eftir þig og guðdóm þinn!
Skáldið sem svo kveður er fagur-
keri, og hann er húmanisti. Það er
menntamaður sem kveður, lærður vel
í grísku og goðafræði, hinn klassiski
menningararlur er honum lifandi
verðmæti. Hann efast ekki um, að vist
hans hérla er tímabundin og jafnvel
guðinn kann að vera forgengilegur,
kjarni menningar og listar fyrri tíma
blífur endurskapaður í andans verk-
um síðari tíma. — Þetta er ekki Hjalm-
ar Gullberg allur, langt í frá, en hér
eru kennileiti í skáldheimi hans.
Það er sennilega fróðlegt fyrir sál-
fræðinga, sem fjalla um áhrif erfða
og umhverfis, að rannsaka feril og
mótun Gullbergs. Hann er fæddur í
Malmö á annan dag hvítasunnu 1898.
Faðirinn var fésýslumaður, móðirin
sögð tónelsk; afi hennar var Jóhann
Magnússon bóndi, sem smíðaði 23
orgel handa Vaxjö-hreppi. Um þennan
langafa sinn yrkir Gullberg síðar:
Don sum bygger en orgel át Gud
láter sin gárd förfalla.
I frammande stift
fann dcn mángkunnige bondens áttlingar sin
utkomst.
Av hans orgelverk finns nágra i beháll
efter hundra ár. Ett spelar i mig.
Örlög höguðu því svo, að Hjalmar
Gullberg ólst ekki upp hjá foreldrum
sínum: honum er komið í fóstur hjá
verkamannsfjölskyldu, og það er
þeirra nafn, Gullberg, sem hann ber.