Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 35
FÉLAGSBRÉF
31
dómbær um dagsins vanda
í draumsins veröld — og hljóti
að launum örfárra oflof
og óþökk hjá lýðsins mergð.
Að því glögglega greindu,
að Guð er án skyldna á móti,
yfirlýsa aðiljar báðir
sig ásátta um þessa gerð.
En oftar er það að vera útvalinn —
að vera útvalinn til þjáningar. Kross-
inn verður tákn þjáningarinnar, sem
heldur áfram að vera við lýði, og á
krossinum á lausnarinn að hanga alla
tíð, jörðin er í sífellu hausaskeljastað-
ur. Dauðinn býr yfir frelsuninni. Dul-
hyggja Gullbergs byggist þó ekki
eingöngu á kristnum hugmyndum;
hann var vel kunnugur nýplatonskum
ritum, svo og austurlenzkri speki úr
Baggavad Ghita: hið eina er ódauð-
legt og óendanlegt, augað sér aðeins
form þess breytast. Það býr í sumum
kvæðum Gullbergs óendanleikakennd
í ætt við þetta, en stundum tekur við-
skilnaðurinn á sig persónulegt form
eins og í kvæðinu um fatageymslu-
manninn, sem tekur á móti yfirhöfn-
unum: skilningarvitunum, sem hann
setur í sitt hvert hólfið, meðan sálin
sökkvir sér í andagt og bíður þess að
verða leidd í bláhvelfdan salinn,
þar sem við eigum loksins að mæta
Guði. Kvæðið heitir Hanryckning, og
hafði skáldið á því hvað mestar mætur
af verkum sínum.
En oftast er það þó fæðing Jesú og
píslarsaga sem verður skáldinu að
yrkisefni. Kvæðinu Aftansöngur lýkur
Hjalmar Gullbcrg
svo í íslenzkum búningi Magnúsar Ás-
geirssonar:
Sá æðri er legi og löndum
og lífi, er anda dregur,
við himinskaut í höndum
vort hnattkorn 'vegur.
Ilans IiöfuS leikur ljómi um
af leifturstjarna glóð.
En á hans gómum
er gróm og blóð....
En það undarlega er, að þessi hlýi
og einlægi tónn er ekki algengur í
ljóðum skáldsins. Stíllinn er mótaður
af tvísæi þess. Iðulega notar Gullberg
kristnar táknmyndir í kveðskap, sem
ekki verður kallaður annað en verald-
legur, og iðulega notar skáldið verald-