Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 37

Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 37
FÉLAGSBKÉF 33 sem er dæmdur til 'að dást að spegil- mynd sjálfs sín, verður honum, sem svo mörgum skáldum öðrum hugstæð- ur: hjá skáldinu vakna spurningar um sjálfið. Sjálfið er sem fangeLsi: Má dá hellre kroppen sprángas, án jag i den skal innestángas, segiv (jullherg. Skáldið Erik Rlornberg hafði sagt: Betta er ekki ég, þetta er einhver annar, en Gullberg horfist í augu við sjálfan sig og segir: þetta er ég og enginn, enginn annar, og þá er það listin ein sem getur leyst hann úr fjötrunum. Bókmenntafræðingar vilja leiða rök að því að sú staðreynd að Gullberg var fósturharn, hafi beint hug hans svo mjög að spurningunni, hver er ég, og vel má það vera, hún tekur að minnsta kosti á sig ýmsar myndir hjá skáldinu, guðir hans hafa hamskipti eða leyna Uppruna sínum, skáldið felur sig nafn- laust hak við ljóð sitt. Hins vegar var þessi spurning á allra vörum, ekki sízt skáldanna, í þeirri endurskoðun Verðmæta, sem fyrri heimsstyrjöldin hafði í för með sér. Önnur goðsaga er skáldinu einnig hugstæð, sagan um Orfeus. í fyrsta Ijóðinu í einni af síðustu bókum sín- urn, Helgríma og lystigarður, sem út kom árið 1952, lýsir hann höfðinu sem flýtur á hafinu: Löst fran lemmamas tyngd, frán buken och dess hihang kommer hiir den slutlige Orfeus: stympad, blind, en havsmelodi för másar —• bara en spelmans tvattade ansikte, bara en mun i sin na- turliga infattning.... Það er hinn svokallaði hreini skáld- skapur, sem hér vakir fyrir Gullberg, skáldskapur, sem er ekki boðskapur boðskaparins vegna. En nú var orðið boðskapur enginn þyrnir í augum Gullbergs, og það væri einhliða og röng lýsing sem gæfi hugmynd um skáldið sem lokar sig frá umheimin- um og tekur ekki afstöðu til lífsins í kringum sig. Víst er Hjalmar Gullberg hugsjóna- maður, og víst berst hann fyrir sínum hugsjónum ekki síður en aðrir. Hann er staddur í Berlín 1933 við die Machtiibernahme. Þá verður mikill bókahruni, verk Stefans Zweig, Karls Marx, Sigmunds Freud, Erichs Maria Remarque, Heinrichs Míann, Bertolts Brecht og annarra eru borin á hál. Gullberg yrkir þá kvæði um höfuð- skepnurnar fjórar: Uppstapla böcker, hall bensin ur flaskan, bránn oss pá bálet, gör autodafé! Som fágel Fenix uppstár vi ur askan. Mán brinner, inte mánniskans idé. Og í kvæðinu Cloaca maxima um skolpræsin miklu í Rómaborg leynist ekki svo lítið af gagnrýni á fyrirhurði samtíðarinnar: Striðsblvs flökta yfir rauðri rein, rykið jryrlast við hofaskrið. Leggirðu eyrað um stund við stein stræta, er þrammaði snúðugt lið, heyrir þú holgangsins mikla eilifa orgelnið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.