Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 43

Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 43
FÉLAGSBRÉF 39 Höf. sýnir, hversu vísindin sæki fram stöðugt stærri skrefum á bókstaf- lega öllum sviðum. Hann færir rök fyrir því, að umtak vísindalegrar þekk- ingar og tæknilegar framfarir tvö- faldist á 10—-15 árum. Af því leiSir, aS framfarir þúsundfaldist á 100—150 árum, en milljónfaldist á 200—300 árum, ef svo héldi fram sem horfir. En getur þá mannleg þekking og mannlegur máttur vaxiS óendanlega? Höf. svarar því neitandi. Fyrr eSa síðar dregur að mörkum mettunar eða ofgnægðar. Hann telur sennilegt, að skilin liggi nálægt 1960 — þá taki að draga úr hinum sístækkandi skref- um framvindu í vísindum og tækni, en að hálfri öld liðinni verði mett- unarmörkum náð og þá hefjist kreppa líkt og oft áður í sögu mannkyns, meðan leitað sé jafnvægis milli ricrre Boussean. visinda og tækni annars vegar en samfélagshátta hins vegar. Síðan ræðir höf. framlíð mannsins, hvernig maðurinn hverfi og nýr taki við og leiti e.t.v. byggilegri hnatta, eftir að ísöld hafi spennt liér lönd og höf köldum greipum. Síðan ræðir hann framtíð sólar og annarra stjarna og rekur kenningar um framtíð alheims, tímann og hraðann, líkamstímann og afstæðis- kenninguna og tök mannsins á að gerast herra tíma og hraða. Og bókinni lýkur ^ueð spurningunni: Ætli það sé ómaksins vert? Ekki er á nokkurn hátt unnt að gera þessari merkilegu bók nein skil í stuttu ^áli, en ofanskráð er aðeins dregið fram, ef það mætti verða til þess að gefa lesendum einhverja nasasjón af innihaldinu. Og geta má þess, að bókin er ís- ^enzkum útvarpshlustendum ekki algerlega ókunn, því að þýðandinn las úr ^enni í ríkisútvarpið nokkra kafla s.l. vetur. Og nú þegar hún er fengin íslenzk- uur lesendum í hendur, er það gert með þeirri vissu útgefenda, að hún skerpi skyggni sæmilega forvitinna manna meðal lærðra og leikra á þeim fjölmörgu Sviðum, sem helztu hugsuðir samtíðar okkar leitast við að kanna. E.H.F.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.