Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 47

Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 47
FÉLAGSBRÉF 43 fanga í list sinni, hverja stefnu sem hún tekur síðan; og hér virðist mér komið fullgildasta verk hans til þessa: þroskaðri skáldsýn fær fullgildari ljóðbúning en fyrr eða annars staðar. II. 'yiðtöl og eintöl, annan meginþátt Spreka á eldinn, er eðlilegt að sjá í framhaldi af og tengslum við Vetrar- myndir úr lífi skálda. Þar beinist skáldsýn höfundar inn á við, list hans er sem fyrr innhverf og persónuleg en búið hlutlægt, skáldlegt form; þess- um ljóðum stefnir hann út á við, freistar þess að beina innblæstri sín- um í farveg tiltekins „ópersónulegs“ yrkisefnis. í þessum skilningi einum eru Ijóðin í Viðtölum og eintölum „hlutlægari“ en Vetrarmyndir; hitt er annað mál hvort honum lánast að fá þeim jafngildan skáldlegan búning, — og sú hlutlægni ein skiptir máli í skáld- skap. I Viðtölum og eintölum stendur fyrst samfelldur bálkur í fimm köflum og síðan átta ljóð stök, en öll eru Ijóðin samstæð að efni, upphafsbálk- l«rinn víðfeðmastur og altækastur, seinni ijóðunum beint að þrengri, afmörk- uðum viðfangsefnum. Hér sækir Hannes sér yrkisefni til samtímans, staða mannsins í dag, á tímum vona °g óvona, er í raun yrkisefni hans í óllum þessum ljóðum á mörkum angislar og bjartsýni. Staða manns- lns: annars vegar svimandi framtíðar- sýn mót öllum furðuvegum opnum, bins vegar maðurinn á jörðunni hér og nú: Ósýnilegur geisli skelfur viS eyra hans — og hann er í einni svipan: hvítur örn leiftrandi vígahnöttur voldug sveifla inn í blá víðerni — sprengir glerhjálra tíma og rúms og jiræðir launstigu guðs um rökkvaðar eilífðir (II) Þvi hér er okkar staður okkar stund í þessu stranga formi þú og ég tvær mennskar verur laugaðar heitu lífi í ljósi þessa eina dags (III) Maðurinn sub specie aeternitatis, þar er hæfilegt viðfangsefni Hannesi Sigfússyni og hinni óstýrilátu, leitandi ljóðgáfu hans. Og hér lánast honum hlutlægnisviðleitnin, orðlist hans lýtur hugsun, hann agar táknmál sitt til staðfestu sem oft hefur skort áður án þess að persónuleg, innblásin tilfinn- ing verksins bíði hnekki af; að þessu leyti eru Viðtöl og eintöl rökrétt fram- hald Vetrarmynda. En svo kynlega ber við að þegar Hannes beinir sjón- um að manninum á jörðunni (IV og V) myrkvast honum sjónirnar ytra og innra; og honum verður ofurefli að túlka þá afskræmissýn sem hann sér eða vill sjá. Ljóðmálið leysist upp í höndum hans í stóryrðaprósa, mark- leysu; liin hnitmiðaða bygging ljóðs- ins fer út um þúfur; jafnvel málfarið fer úr böndum („þeir spýttu sannleik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.