Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 48
44
FÉLAGSBRfiF
orða hans um tönn eins og hreinum
viðhjóði“). Vant er að sjá hvað þessu
valdi, en auðsén eru skil innblásins
ljóðs og kaldhamraðs í þessu verki;
og í öðru lagi athyglisvert að á svip-
aðan hátt bilar Hannesi síðan kraftui-
inn í öðru ljóði, Fæðingarhátíð naz-
ismans. Þar virðist hann hafa allan
efnivið í höndum í stórbrotna „menn-
ingargagnrýni“ í ljóðformi, viðfangs-
efnið er í hæsta máta tímabært og
skiljanleg viðleitni Hannesar að fá þvi
táknlegt gildi um menningarfeigð Vest-
urlanda, — hvað sem svo líður rétt-
mæti þessarar skoðunar sem slíkrar.
En hér fer enn á sömu leið: þótt í
þessu þunga stirðlega kvæði bregði
fyrir bitrum og áleitnum myndum lán-
ast Hannesi ekki að skapa því sann-
færandi formheild, það þrúgast niður
í ofstopafulla ringulreið; heildarsýn,
heildargerð brestur og hávaði kvæðisins
sannfærir sízt um alvöru og einlægni
tilfinningarinnar, skoðunarinnar að
kvæðisbaki. Hrollvekjan Mr. Dulles á
sjúkrabeði er á hinn bóginn vottur
þess að Hannesi getur tekizt að tjá
tímaborið deiluefni í snjöllu, hnituðu
formi. Þar stendur ógn atómaldar í
tákni stjórnmálamanns og stjórnmála-
maðurinn í gervi köngurlóar — hæfi-
leg ógntákn á vorri öld:
Allir þræðir koma saman í einn punkt
og deyjandi hönd hans kreppist hægt um
líf okkar allra.
Hér lýtur myndsköpunin innblásinni
hugsun skáldsins, og hann þarf ekki
að grípa til stóryrða vegna aðvífaridi
skoðunar; fyrir vikið tekst kvæðið.
Sáma gildir um önnur fáguð smákvæði
Hannesar í þessum flokki og þá eink-
um Frá fjarlægu sjónarmiði skáld-
skapar; en í öðrum „hlutlægari“, út-
hverfum ljóðum orkar viðleitni hans
meira tvímælis þótt óneitanlega sé hún
athyglisverð. Þannig eru Líf meðfæri-
legt eins og vindlakveikjarar og í
hlindni jarðar haglega hugsuð og unn-
in kvæði, bæði byggð um eina megin-
líkingu eða mynd eins og reyndar
flest ljóð þessa flokks, og höfða til
hlutlægra, afmarkaðra viðfangsefna-
Hið síðarnefnda (sem maður getur
sagt að sé „um húsnæðismál“) er eink-
um minnilegt; en eitthvað vantar þó:
hugsun og innblástur falla hér ekki
jafnljúflega saman og vert væri. Bezt
er kannski Þjóðlíf, vert gaumgæfni
fyrir hina „öfugu“ myndbyggingu
sína, vor í teikni skelfingar; hér láta
hugsun og skynjun betur hvort að
öðru en víðast hvar annars staðar,
skáldsýnin er öguð, en hún er ekki bara
upptimbruð.
Sem sagt: vandi og viðleitni Hann-
esar Sigfússonar í Viðtölum og ein-
tölum eru verð allrar gaumgæfni; ng
þótt þessi ljóð auki honum ekki nýjan
hróður eru þau virðingarverðar til*
raunir að skapa sér nýjan ljóðstíl, beina
Ijóðinu út á við. Áður og á öðrurn
stað hefur Hannes beint gagnrýni
samtímaskáldum sínum og boðað