Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 50
46
FÉLAGSBRÉF
bezlu ljóðunum í Sprekum á eldinn
sýnir hann enn fram á frumlega sívök-
ula skáldgáfu sína, alvarlegan listræn-
an vilja að efla og endurnýja ljóðmál
sitt, finna list sinni stöðu hér og nú.
Einhver kann að segja að sá aukni
skáldlegi þroski sem þessi Ijóð votta
sé eðlileg afleiðing af auknum póli-
tískum „þroska“ skáldsins; og má svo
vera, en það er þá einkamál Hannesar
Sigfússonar: það eru ljóð hans sem
skipta máli, ekki skoðanir, og gott ljóð
stendur ævinlega utar og ofar hverri
pólitískri kreddu.
Hannes Sigfússon hefur um flesta
hluti sérstöðu með íslenzkum nútíma-
skáldum; og hann er sá sem einna
lengst hefur. haldið í Ijóðbyltingunni,
freistað endurnýjunar ljóðlistarinnar
ytra og innra í senn af meiri smekkvísi
og djörfung en flestir aðrir. (Ásamt
honum ber að nefna Sigfús Daðason;
það er gott dæmi þess hversu fjölbreyti-
leg nútímaljóðlist okkar er og fjarri
því að mynda „skóla“ hve gerólík-
ur er skáldskapur þessara beggja til-
raunamanna og samherja, og að hinu
leyti hve lítil bein áhrif þeirra beggja
hafa orðið á skáldskap yngri manna.)
Ljóðmál yngstu skáldanna flestra er
að sínu leyti miklu ljósara og einfald-
ara að allri gerð, þeim er hin ytri
formbylting sjálfgefin, en að öðru leyti
virðist margur úr þessum hópi býsna
óráðinn um stöðu og eðli listar sinn
ar. Formvandi þessara ungu skálda
er allur annar en eldri kynslóðar
„formbyltingarskáldanna“: óþarft er
að gera „uppreisn“ með brauki og
bramli gegn „hefð“ sem raunverulega
er oltin úr sessi. Vandi þessara skálda
verður að efla ljóði sínu, hinu frjálsa
nútímaljóði á íslenzku, nýtt og sjálf-
stætt form; ný ljóðskynjun þarf nýtt
og ferskt ljóðmál, og sjálf skynjunin
getur bundizt af hefð ekki síður en
hið ytra form ljóðsins.
Einar Bragi er af formbyltingarkyn-
slóðinni, en raunar nær byltingin býsna
skammt í ljóðum hans, eins og glögg-
lega birtist af Hreintjörnum, úrvali
ljóða hans frá síðasta áratug. Einar
hlítir hefðinni í mörgum eldri ljóðum
sínum, yrkir slétt, ljóst og „fallega“
að góðum og gömlum sið, áður en hann
tekur til að efla sér nútímalegra form.
Og í seinni ljóðunum beitir hann
gjarna stuðlasetningu, og fer það vel;
hin formþrengri ljóð hans eru að jafn-
aði betri en prósaljóðin. Yngri ljóð
Einars Braga eru mörg falleg í ná-
kvæmlega sama skilningi og hin eldri
og formbundnu, en óneitanlega er
skynjun þeirra fersklegri og umsvifa-
lausari skírskotun þeirra — þegar
bezt tekst til. En beztu ljóð hans eru
öll af einum toga, uppistaða þeirra
allra lífsást, hógvær kærleikur til
moldar, konu, barns:
Eg elska konuna nakta
með næturgala í augum,
nývaknaða angandi lilju
laugaSa hvitri morgunsól,