Félagsbréf - 01.10.1962, Side 52

Félagsbréf - 01.10.1962, Side 52
48 FÉLAGSBRÉF Ég trúi á anda réttlætisins samfélag mannanna og friðsælt líf, segir hér í Trúarjátningu að bókar- lokum; og það er hinn hreinlegi og einlægi tónn í þessu og öðrum snotrum smáljóðum bókarinnar sem helzt kynni að vekja vonir urn skáldskaparhæfi- leik Ara Jósefssonar. Jón frá Pálm holti mun hafa ort og gefið út fleira en Ari, en ég veit ekki hvort viðleitni hans í Hendur borgarinnar eru kaldar er umtalsverðari. Það sem að sinrii virðist vænlegast í ljóðum lians er ein- hvers konar „raunsær“ hversdagstónn, ofurlítið í ætt við Jón úr Vör, sem bregður þar fyrir stöku sinnum, en ósköp eru þær viðstöður stopular eun sem komið er. „En getum við teflt hjörtum okkar gegn rafmagninu?“ spyr hann í einu ljóði; og vel gæti þessi vandi orðið yrkisefni: það er eins og mál Jóns frá Pálmholti öðlist helzl festu þegar hann víkur að nákomnum og hversdagslegum hlutum. En í flest- öllum ljóðum sínum virðist Jón stefna á önnur mið án þess glöggt verði séð hvert er stefnt; ljóðmál hans er að jafnaði svo ónákvæmt, staðfestulaust að ljóðin fara forgörðum í tómt orða- pjátur. Þannig hefur hann t.d. gaman mikið að litorðum eins og fleiri ung skáld en virðist með öllu bresta skyn á gildi þeirra, og eru mörg hláleg dæmi þess í ljóðum hans: þau hafa ekki lit heldur litaglennu. Ljóðagerð þeirra Jóns frá Pálmholti og Ara Jósefssonar stendur væntanlega til bóta, en að svo komnu votta báðir með bókum sínum vandkvæði margra yngstu „formbyltingarskáldanna“: ljóðskynjun þeirra virðist grunn og einhæf og brestur alla víðari skírskot- un, lungutakið máttfarið eða ódýrt og án sambands við annað málfar og ljóð- mál, og enda óljós stefnumið í skáld- skapnum þótt sums staðar örli á ljóð- rænni æð. Víkur enn að því sem fyrr var vitað: ytri „formbylting“ dugir skammt, það er hin innri bylting ljóð- máls og ljóðskynjunar sem úrslitum ræður um framvindu skáldskapar. IV. T hópi yngstu skáldanna hefur Þor- "*■ steinn frá Hamri um þessar mundir einnu sérstæðast svipmót; ljóðmál hans og öll ljóðviðleitni er í senn þroskaðri og persónulegri en annarra höfunda a svipuðu reki. Skáldskapur Þorsteins á sér lifandi rætur í íslenzkri hefð, orð- list og sögu; vandi hans í þremur bók- um hingað til virðist einkum að vinna sér persónulegt form, sjálfstæðan per- sónulegan ljóðstíl á hinum forna, grundvelli. Viðhorf hans og öll við- leitni er nútímaleg, en hann freistar þess að elda ljóðmál sitt í afli fornrar orðkynngi: þar er í senn mestur vandi hans og einkenni stöðu hans og sér- stöðu í nútímaljóðlist okkar. Onnur bók Þorsteins frá Hamri. Tannfé handa nýjum heimi, bei ljós' ust merki þessarar formleitar; vand-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.