Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 54
50
FÉLAGSBRÉF
um heimi, efla það nýrri kynngi og
halda þó um leið lifandi og frjósöm-
um tengslum við það líf sem lifað er
umhverfis þá, við arf málfars og bók-
menningar. Sérstaða Þorsteins er að
þessi vandi er ljóði hans nákomnari
en öðrum skáldum; hróður hans
hve alvarleg og djarfleg er viðleitni
hans að sigra vandann, að efla ljóð
sitt á grundvelli hans.
Staðfastari einfaldleiki, ríkari ná-
kvæmni í ljóðmáli, nákvæmari ögun
málfars og mynda, þessi virðast megin-
einkenni á ljóðstíl Þorsteins í Lifandi
manna landi umfram fyrri ljóð hans.
Honum hefur ekki orðið freisting að
halda fram hinum hnitaða myndstíl
beztu ljóðanna í Tannfé; hér er að-
eins eitt af því tagi (Vegferð) og
raunar perla sinnar tegundar. Hann
freistast ekki heldur að skarta máli
sínu, halda jrví fram til sýnis (eins
og bar við í fyrri ljóðum hans) : orð-
færi hans er hér fágaðra og nákomn-
ara sjálfu ljóðinu. Allt vottar þetta
styrk Þorsteins. En hinn íhuguli,
innhverfi tónn þessara ljóða er-kunn-
uglegur:
Slaðu óhikað öskuna úr pípunni þinni
og ef þú átt vanda til þess
skaltu segja guðlaun fyrir kaffið
og síðan álít ég hyggilegast að þú farir að
kreika
segir jafnvel við sjálfan þig: skyldi ég nú
verða krafinn um dómgreind —
það kynni að vera þér hollt;
(Gesturinn)
og þessi tónn er hér hófsamari, hugs-
aðri og ríkari að skírskotun en fyrr.
Viðhorf skáldsins einkennast ekki sízt
af varfærni („skyldi ég nú verða kraf-
inn um dómgreind?“) og vafa, staða
skálds og manns er tvísýn og vandráð-
in á þeirri öld sem þessi ljóð heyra;
en engu að síður er ljóst að tíðinda er
von, sú von eða óvon vakir að baki
margra þessara ljóða og birtist í loka-
kafla bókarinnar (Birta) í tóni ein-
skærrar bjartsýni. Þó virðist jákvæð
feginsleg kveðandi a.m.k. að svo
komnu ekki eiginlegust Þorsteini; ljóð
hans eru fyllst, einlægust og heilleg-
ust í fyrri hlutum bókarinnar (Veg-
ferð; Að bíða eftir fregn) þar sem
„flest er vafanum háð“. En einnig að
baki þessara ljóða vakir alvarleg, hóf-
stillt bjartsýni; það viðhorf virðist
höfundi einlægast og nákomnast:
þannig er eitt víst;
alltaf kemur eitt og eitt gott andlit
a'ð hnýsast í ljósið.
(1961)
Þorsteinn frá Hamri er engan veg-
inn fullmótaður eða fullráðinn höfund-
ur, enda fráleitt að krefjast þess; en
allur skáldskapur hans ber vitni ríkri
ljóðgáfu og ekki síður afdráttarlausn
listrænni samvizkusemi. „Burt — að
nema tímann og drekka fjarskann“:
þannig lýkur fyrsta ljóði bókarinnar;
og þessi skáldstefna ásamt vinnu-
hrögðum Þorsteins lýsir bezt stöðu
hans. Hann er sízt taglhnýtingur