Félagsbréf - 01.10.1962, Page 55

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 55
FÉLAGSBRÉF 51 neinnar hefðar, en íslenzkt ljóðmál og ljóðarfur eru nákomin öllu verki hans, •— einnig Lifandi manna landi þar sem hann hefur þó unnið stil sínum frjálsara nútímalegt snið, og ríkari staðfestu en áður. Þannig er Þor- steinn einnig vottur þess að ljóðhefðiri er hvorki gleymd né yfirgefin og sízt af öllu „dauð“. V. ^Jvennt virðist sem sagt allhagkvæmt við upphaf yrkinga: yrkisefni; nokkur áhugi og skilningur á form- vanda ljóðs. Skammt mun þó þetta tvennt duga ef brestur hið óskilgrein- anlega samtengingarafl skáldskapar, sjálfa Ijóðgáfuna; en um hitt eru nóg dæmi að menn týni niður gáfu sinni af tómu útsýnis- og áhugaleysi. Guðbergur Bergsson gaf út fyrstu ljóð sín skömmu fyrr en fyrsta skáld- saga hans birtist, og óhjákvæmilega hverfa ljóðin í skugga sögunnar. Mús- m sem læðist er heillegt, mótað verk, faunsæi þess eflt af sárnæmri innlifun undir niðri; ljóðin í Endurteknum orð- um bera flest svip tilrauna og leitar sem að svo komnu er miklu óráðnari. Tok Guðbergs á íslenzku máli eru eugan veginn örugg enn sem komið er, en hitt er athyglisvert að málfarsgall- ar sögunnar eru engin stíllýti í sama skilningi og sambærilegar ágallar á niálfari ljóðanna. Ljóðstíll er nú einu sinni annað en prósastíll; ljóðhugsun annað en prósahugsun. En margt það sem bezt er í ljóðum Guðbergs virð ist mjög af sama toga og saga hans; viðleitni hans er að búa þessu efni hæfilegt ljóðform, og þar háir hon- um ekki sízt brigðult málskyn, tak- markað ímyndunarafl í málfari. Þetta spillir mörgum ljóðum hans þar sem þó virðist gæta upprunalegrar ljóð skynjunar — svo sem í baksýn og undirokaðrar af orðfærinu. Onnur ljóð hans eru svo srháfelld, nánast afór- ismar, að þau ná varla máli; í enn öðrum bregzt sjálf skynjunin, þar stendur prósahugsunin ein eftir. Líf er tengdir huga mannsins Við skyndimyndir af hlutunum, segir hér í fyrsta ljóði bókarinnar; og þessi skilningur birtist einmitt í mörg- um beztu ljóðum Guðbergs alveg eins og hann er aflvaki í skáldsögunni. Þessi ljóð eru gjarna bundin ákveðnu landslagi, „gerast“ þar án þess að fjalla „um“ það: Nótt, sem er myrkur stormur. Morgunn, sem egghvass hnífur. Haf, þú sem gefur og tekur er hvíslað í rökkrinu innra. Fjall, sem er þakið hvítu (Bið) Hér er allt einfalt, kunnuglegt, og fyrir vikið öðlast ljóð Guðbergs af þessu tagi festu og hreinleik sem óhlut- bundnari ljóð hans og almennara eðlis brestur. Þessi kunnuglegi hversdags- tónn, efldur af nærnri skáldskynjun, er

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.