Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 60

Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 60
56 FÉLAGSBRÉF þessum sökum, hvort sem litið er til heildarinnar eða einstakra ljóða. Sem tilraun er Jörð úr ægi stór í snið- um, og margt er vel um verkið og við- leitni höfundar eins og vikið hefur ver- ið að; en þessi vinnubrögð valda því að allt of margt fer þar út um þúfur. Nákvæmari vandvirkni, strangari sjálfs- gagnrýni höfundar hefðu bætt það til muna; eins og Jörð úr ægi stendur nú er verkið ekki hálfur sigur Matthíasi Johannessen. VII. "TVrútímaljóðlist okkar er stundum talin ' standa í „einkennilegum blóma“, og víst er um það að framvindu, ný- maila hefur ekki gætt meir í öðrum bókmenntagreinum undanfarið. Trúlegt er að þetta sé að breytast: að „form- byltingar“ sé von í sagnagerð, að frá- sagnarverðir atburðir verði senn í leik- húsi okkar. Hvað sem því líður er formbylting ljóðsins staðreynd í ís- lenzkum bókmenntum, — þótt þorra lesanda muni sú bylting miður kunn en skyldi nema þá af laklegri afspurn. í því leiðindakarpi sem hér stendur stundum um ljóðlist er sjaldan eða aldrei rætt um annað en rim eða órím; og trúlegt er að alltof margir lesendur hafi látið blekkjast af þessu: dragi öll skáld yngstu kynslóðanna í einn dilk sem lítt lesandi og „óskiljanleg“, taki upp þykkjuna fyrir rímið og vísi öll- um nútímaskáldskap í hin yztu myrk- ur. Hér er að vísu á ferðinni fráleit- ur og margfaldur misskilningur: ljóð- hefðin lifir allgóðu lífi beggja vegna víglínu formbyltingarinnar; og fyrir yngstu skáldakynslóðinni er form- byltingin raunar um garð gengin, við- leitni þeirra tekur mið af allt öðrum kennileitum. Hlutskipti þessarar kynslóðar verður hins vegar að taka við arfi formbylt- ingarinnar, að staðfesta framtíð hins frjálsa nútímaljóðs á íslenzku. Um þá framtíð verður fáu spáð hér, en af þeim strjálu dæmum sem rakin hafa verið hér að framan má ráða í það liversu fjölskrúðug og fjölbreytileg nú- tímaljóðlisl okkar er og hefur verið nú um sinn. Athyglisvert er m.a. hversu margir þessara höfunda halda, eða vilja halda, ljóði sínu til móts við les- andann, vilja tjá honum erindi; skáld- skapur þeirra er sízt fráhverfur eða dulur hvað sem líður þeirri kreddu að allur nútímaskáldskapur sé óskiljan- legur. Það er að vísu gamalkunnugt að framsækin ljóðlist á sér að jafnaði ærið þröngan lesendahóp framan af, en ekki er trúlegt annað en sá hópur eig1 setm eftir að stækka: bezta nútímaljóð- list okkar hefur þegar unnið sér þá l'estu og einurð að múr fálætis og ein- angrunar umhverfis hana hlýtur að rofna. Vert er að ítreka að lokum að hér hefur ekki staðið til svo mikið sem að gera neins konar „yfirlit um íslenzka ljóðagerð“ undanfarið ár eða tvö, ekki einu sinni um kveðskap formbyltingar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.